Vélsleðaklúbbur Grundarfjarðar


Færslur: 2019 Júní

16.06.2019 11:05

Arnardalsskarð 15.6.19

Sælir félagar. Ég nýti fríið og góða veðrið til að hreifa mig. Í gær gekk ég upp frá GRF upp á Gráborg ,yfir í Arnardal,upp í Sóleyjardal,Arnardalsskarð,upp á Örninn og upp eftir fjallgarðinum alveg upp við Rauðakúlur. Þar slakaði ég mjér niður að Hróknum og fór þaðan stystu leið yfir í Sóleyjardal og heim. Ég tók tæplega 100. myndir á leiðinni og set þær inn ef einhverjir nenna að líta á þær. kv:Finnbogi

12.06.2019 15:05

Vestfjarðarúntur 11/6.19

Sælir félagar.Ég fór einn í mínu fríi á hjólinu til Stykkishólms og með Baldri yfir fjörðinn. Frá Brjánslæk fór ég yfir Kleyfaheiði niður í Patreksfjörð , fór fyrst til vinstri í átt að Rauðasandi en snjeri við þegar malbikið endaði. Á þeirri leið rakst ég á flakið af elsta stálskipi Íslands sem var smíðað í Noregi árið 1912. og sett þarna á land 1981. Að sjálfsögðu tók ég myndir af því. Stálplöturnar í skrokknum eru hnoðaðar saman eins og ég hef séð á elstu olíutönkum í byrgðastöðvum olíufélaganna. Síðan lá leiðin til Patró þar sem ég hitti Triggva starfsmann ODR og ræddi við hann smástund . Þaðan fór ég yfir Mikladal til Tálknafjarðar og tók rúnt inn aðalgötuna til baka með viðkomu á höfninni. Svo hélt ég áfram för minni yfir Hálfdán til Bíldudals grænu bauna. Þaðan fór ég yfir á Dynjandisheyði  og niður á Flókalund. Frá Lundinum ók ég til Búðardal,upp Bröttubrekku,niður til Borgarnes og heim til GRF. Ók samt 536.km. Tók eitthvað af landslagsmyndum og set þær inn á eftir. kv:Finnbogi

07.06.2019 19:50

Hraunsfjarðaganga 7/6.2019

Sælir félagar. Ég gekk fyrstu göngu sumarsins í dag,og hafði hana frekar létta (láglendisganga). Ég ók að Mjósundabrú, Hraunsfirði. Labbaði þaðan inn fjörðinn að eyðibílinu Hrauni , í gegn um Berserkjahraun og yfir Brúna að bílnum. Ég var 3 klt og 45 mínúturog tók eitthvað af landslagsmyndum sem ég set inn á eftir.kv:Finnbogi

  • 1


Flettingar í dag: 173
Gestir í dag: 117
Flettingar í gær: 130
Gestir í gær: 110
Samtals flettingar: 341027
Samtals gestir: 78798
Tölur uppfærðar: 24.10.2021 15:34:37

Nafn:

Finnbogi Elíasson

Farsími:

8606968

Afmælisdagur:

021260

Heimilisfang:

Grundarfirði

Heimasími:

4386861

Um:

Mer þykir gaman að ferðast á sleða á hálendi Íslands

Tenglar