Vélsleðaklúbbur Grundarfjarðar


14.08.2021 16:54

Snæfellsnes 14/8.2021

Sælir félagar. Ég fór í dag stóra hringinn um Nesið á hjólinu. Flott veður,stoppaði annaðslægið og tók myndir.Set þær inn á eftir.kv:Finnbogi

11.08.2021 13:29

Kirkjufell 10/8.2021

Sælir félagar. Í gær gekk eða prílaði ég ásamt Shekhar nágranna mínum upp á Kirkjufell.Gott veður en hefði mátt vera svalari vindurinn. Mættum allnokkrum Ameríkönum og 3 Þjóðverjum. Tók eitthvað af myndum og set þær inn seinna. kv:Finnbogi.

08.08.2021 17:58

Uxahryggir 7/8. 2021

Sælir félagar. Ég fór einn á mínu hjóli í Borgarnes ,Lundareykjadal,Uxahryggi,Þingvelli,Hvalfjörðinn og heim.Lenti í smá rigningu á Uxahryggjum og á heimleiðinni við Hafnarfjall,en Snæfellsnesið tók á móti mjér með sól og bongóblíðu.Tók nokkrar myndir sem ég set inn á eftir. kv:Finnbogi.

18.07.2021 14:54

Hjólaferð 17/7.2021

Sælir félagar. Í gær fór ég einn á hjólinu til Borgarnes yfir Bröttubrekku í Búðardal út Fellsströndina inn Skarðsströndina til baka aftur um Svínadal, Búðardal og sömu leið heim aftur. 503.km. þar af líklega um 70.km. malarvegur. Tók eitthvað af landslagsmyndum og set þær inn á eftir. kv:Finnbogi.

05.07.2021 14:45

Akureyri 2-4/7.21

Sælir félagar. Ég fór í minn árlega hjólatúr ásamt 4 hjólafélögum mínum til Akureyrar og gistum þar 2 nætur. Samferðamenn mínir voru Jón Kristinn,Valdimar,Sigurður og Jónas frá Súðavík. Tók nokkrar myndir og set þær inn á eftir. kv;Finnbogi

21.06.2021 17:30

Borgarfjörður 20/6. 2021

Sælir félagar. Í gær fór ég einn á mínu hjóli hring um fjörðinn. Tók nokkrar myndir og set þær inn á eftir. kv:Finnbogi.

13.06.2021 09:38

Stöðin (Brymlárhöfði)

Sælir félagar. Í gær gekk ég upp á Stöðina. Bjart veður 9 stiga hiti og dálítil gjóla. Lagði af stað kl 13. frá Lárkoti,og kom niður aftur fyrir kl 16.Tók 58 myndir og set þær inn seinna. kv:Finnbogi.

05.06.2021 17:53

Rúntur kringum Jökul. 5/6.2021

Sælir félagar. Ég fór einn í kringum Snæfellsjökul í dag á hjólinu. Tók eitthvað af myndum og set þær inn á eftir.kv:Finnbogi.

03.06.2021 20:17

sTÓRA hRAUN

Sælir félagar. 'i dag fór ég í vinnunni minni niður að bænum Stóra Hraun með olíu. Á bakaleiðinni datt mjér í hug að taka nokkrar myndir af löngu yfirgefnu húsi á sama afleggjara. Læt þær inn á eftir ,kv:Finnbogi. 

30.03.2021 20:06

Helgrindur 30/3. 2021.

Sælir félagar. Við vorum 10 sem fórum upp í fjall fyrir ofan Grf í dag. Frekar lítill snjór en fært yfir Hafliðagil í Grindurnar. Tók eitthvað af myndum og set þær inn á eftir. kv;Finnbogi.

14.03.2021 19:23

Snæfellsjökull 14.Mars. 2021.

Sælir félagar. Í dag fór ég á sleða upp Jökulháls ásamt nokkuð stórum hóp manna,er ekki með töluna . Besta ferð vetrarins hingað til . Gott veður ,bjart og snjórinn ágætur. Tók eitthvað af myndum og set þær inn á eftir. kv:Finnbogi.

21.02.2021 14:51

Snjóléttur vetur

Sælir félagar. Þessi vetur stefnir hraðbyri að því að vera lélegasti sleðavetur í 20 ár. Fyrir 20 árum það er veturinn 2.000. til 2001. var varla hægt að seija að væri snjór á láglendi á öllu landinu. Og hálendið var ekki nothæft fyrir harðfenni þar sem maður komst í snjó. Stundum byrjaði að snjóa en endaði í rigningu og svo kom frost sama sem harðfenni. Í lok vetrar um Páskaleitið bauð Lexi frá Ólafsfirði og Árni Helgason sleðamönnum að koma og vera með í ferð upp á Tröllaskaga upp frá Ólafsfirði. Þá var enginn snjór á skýðasvæði þeirra fyrr en hátt upp í hlýðinni. Við tókum sleðana af rétt utan við bæinn við mynni Dals sem ég man ekki nafnið á. Þar komumst við í snjóræmur upp Dalinn meðfram á sem rann niður Dalinn. Er ofar kom jókst snjómagnið og upp í fjallgarðinum var nægur snjór þó sumstaðar væri hann frekar þéttur.Við fórum upp í Ólafsfirði yfir í Héðinsfjörð og yfir að Siglufirði þar sem við sáum niður í Bæinn en enginn snjór neðan við miðjar hlíðar. Hér í Grundarfirði komst ég ekki í nothæfan sleðasnjó fyrr en Snæfellsjökull fór að míkjast í hita og sólbráð að vori. Ég man ekki hvað voru margir sem mættu í þessa ferð en þetta var dágóður hópur af öllu landinu. Vonandi gefur Mars okkur sleðamönnum nothæfan snjó þó ekki væri nema upp á Heyðum eða Jöklinum. kv:Finnbogi

06.02.2021 17:27

Fróðárheyði - Helgrindur.6/2. 21

Sælir félagar. Við vorum 3 sem fórum upp á Fróðárheyðina og yfir í Helgrindur.Það var ég,Andri Ottó og Jón Kristinn. Færið var hart og óslétt að Grindunum  en skárra við þær. Fyrsta ferð vetrarins hjá mjér og Jóni en 2 hjá Andra Ottó. kv:Finnbogi.

25.12.2020 12:53

Kavasaki Drifter 440

Sælir félagar. Þá er komin rúða á Kavann. Sno stuff rúða sem ég held að sé lægri en standard,en mjér finst hún sportlegri. Ég set inn 2 myndir af honum með rúðunni og 1 af trukkinum sem spyr mig hve mikill er kjarkurinn.kv:Finnbogi

01.12.2020 12:45

Sleði árgerð

Sælir félagar. Smá leiðrétting. Sleðinn er framleiddur 1978. en er þá 1979. módel. kv:Finnbogi.Flettingar í dag: 252
Gestir í dag: 118
Flettingar í gær: 130
Gestir í gær: 110
Samtals flettingar: 341106
Samtals gestir: 78799
Tölur uppfærðar: 24.10.2021 17:07:10

Nafn:

Finnbogi Elíasson

Farsími:

8606968

Afmælisdagur:

021260

Heimilisfang:

Grundarfirði

Heimasími:

4386861

Um:

Mer þykir gaman að ferðast á sleða á hálendi Íslands

Tenglar