Vélsleðaklúbbur Grundarfjarðar


Færslur: 2018 Ágúst

19.08.2018 10:21

Strandarúntur 18.8.2018

Sælir félagar.Ég stoppa ekki í fríinu,en í gær fór ég og konan dagsrúnt alla leið í Norðurfjörð á Ströndum. Flott veður 11 til 14 stiga hiti hægviðri og léttskýað. Við ókum inn Álftafjörðinn,Skógarströndina yfir Þröskulda til Hólmavíkur. Þar borðuðum við og héldum áfram ytri leiðina í gegn um Drangsnesbæ og áfram út alla firðina að endastöð okkar Norðurfjörð. Það er vegur lengra, alla vega til bæjarins Krossnes. Við stoppuðum oft á útleiðinni en sjaldnar á heimleiðinni. Til baka fórum við styttri leiðina , yfir heiðina upp úr Bjarnarfirði niður í Steingrímsfjörð þar sem er búið að laga veginn og malbika. Ég tók eitthvað af myndum og set þær inn á eftir.kv:Finnbogi

13.08.2018 10:34

Kaldnasi ganga

Sælir félagar. Núna er sumarið komið á Nesið,og ég sé loksins til upp á fjöllum. Ég lagði af stað frá gömlu ruslahaugunum utan við Mýrar og gekk með Hólalæknum inn dalinn. Ég gekk að Kaldnasanum næst Hyrnunni og síðan meðfram honum að vestasta endanum þar sem vatn er undir honum ,ég man ekki nafnið á því en úr því lekur lækur niður í Rjómafoss sem er innan við Fögruhlíð. Ég tók slatta af fjalla myndum og set þær inn á eftir. kv:Finnbogi 

05.08.2018 17:02

Bílarúntur Snæfellsnes

Sælir félagar. Í dag fór ég og frúin rúnt um Nesið á einkabílnum. Ég tók nokkrar myndir og set þær inn á eftir. Ég rakst á nokkrar vetrarmyndir sem frúin tók síðasta vetur og set þær einnig inn ,svona til að okkur sleðamönnum dreymi vel fyrir næsta vetur.kv:Finnbogi

04.08.2018 17:37

Ganga kringum Kirkjufell 4.8.18

Sælir félagar. Ég gekk í dag kringum Kirkjufellið með Gesti Kristjánssyni úr Reykjavík. Hægviðri 12 til 15 stiga hiti og sól. Utan við Fellið til móts við Kvíabryggju rákumst við á lamb fast í netadræsu á hornunum. Ég gleimdi að taka mynd af því  fyrr en ég var búinn að losa það, og það var fljótt að fara til móður sinnar sem var skamt frá með öðru lambi. Én ég tók mynd af dræsunni með Gesti við hana. Eftir gönguna fórum við í heimsókn til Lalla og Guðrúnar í Lá. Ég tók eitthvað af myndum og set þær inn á eftir. kv:Finnbogi.

  • 1


Flettingar í dag: 201
Gestir í dag: 118
Flettingar í gær: 130
Gestir í gær: 110
Samtals flettingar: 341055
Samtals gestir: 78799
Tölur uppfærðar: 24.10.2021 16:05:25

Nafn:

Finnbogi Elíasson

Farsími:

8606968

Afmælisdagur:

021260

Heimilisfang:

Grundarfirði

Heimasími:

4386861

Um:

Mer þykir gaman að ferðast á sleða á hálendi Íslands

Tenglar