Vélsleðaklúbbur Grundarfjarðar


Færslur: 2018 Júlí

19.07.2018 15:42

Andarnefja

Sælir félagar.Ég kíkti inn til Hafró í Ólafsvík út af hvalnum sem ég sá á gönguferð minni undir Búlandshöfða. Þar sá ég mynd af Hvalnum og þekkti hann sem Andarnefju.kv:Finnbogi.

14.07.2018 18:05

Stutt ganga niðurundir Búlandshöfða

Sælir félagar. Ég hafði mig í það að ganga fjöruna undir bílastæðinu Grundarfjarðarmegin í Höfðanum. Þetta er leið sem ég mæli ekki með , en mig langaði að vita hvernig hún væri þó mig grunaði að hún væri vafasöm. Í fyrsta lagi er hún helst fær í útfalli (fjöru) , svo er hún stórgrýtt og nokkrir metrar næst klettunum var smá þari og sleipa. Jæja , ég hafði þetta af stórslysalaust, en það fyrsta sem ég sá er ég komst niður í fjöruna GRF megin var dauður Hvalur ca 7-8. M. líklega Hnýsa ,giska ég á. Ég tók eitthvað af myndum og set þær inn á eftir.kv:Finnbogi. 

08.07.2018 15:42

Akureyri 5-8.Júlí 2018

Sælir félagar. Ég fór mína árlegu hjólaferð ásamt hjólafélögunum Jón Kristinn, Sigga, Jónasi og Valdimar. Í þessari ferð fórum við á Norðurlandið. Fimtudagurinn var svalur en í Skagafirðinum lentum við í smá súld, Föstudagurinn var bestur, sól hæg gola og 12 til 15 gráðu hiti, Laugardagurinn var góður fyrri partinn en fór að rigna um miðjan dag en þá vorum við komnir í hús. Sunnudag tókum við snemma út af slæmri spá seinni partinn, og sluppum heim í ágætisveðri 10 stiga hita skýjað og gjóla. Ég tók nokkrar myndir og set þær inn á eftir. kv:Finnbogi.

  • 1


Flettingar í dag: 252
Gestir í dag: 118
Flettingar í gær: 130
Gestir í gær: 110
Samtals flettingar: 341106
Samtals gestir: 78799
Tölur uppfærðar: 24.10.2021 17:07:10

Nafn:

Finnbogi Elíasson

Farsími:

8606968

Afmælisdagur:

021260

Heimilisfang:

Grundarfirði

Heimasími:

4386861

Um:

Mer þykir gaman að ferðast á sleða á hálendi Íslands

Tenglar