Vélsleðaklúbbur Grundarfjarðar


Færslur: 2018 Apríl

28.04.2018 18:00

Snæfellsjökull 28/4. 2018

Sælir félagar. Við vorum 2 sem fórum í dag upp á Jökulinn. Það var ég og Jón Kristinn. Svaka flott veður , og góður og skemtilegur snjór.Ég tók slatta af myndum og set þær inn á eftir.kv:Finnbogi

09.04.2018 18:01

Á sleðum í dag

Sælir aftur. Í dag fórum við 3 upp í fjall.Ég Hemmi og Svavar.Við fórum í Helgrindurnar beggja megin, áleiðis til Fróðárheiði en snjerum við sökum harðfennis og dálítið skafið.Þá tókum við strikið á Mýrarhyrnuna og gekk það vel að fara upp á hana . Síðan héldum við heim á leið.kv:Finnbogi

09.04.2018 17:40

Sleðast í 2 daga.

Sælir félagar. Í gær fór ég og Jón Kristinn á sleðum upp í fjall ,yfir opna Kvernáána í Arnardal og líka yfir opna Grundará neðan við Hróksdalinn.Við fórum sem leið lá í gegn um Lýsuskarð sem sjaldan hefur verið svona fult af snjó,upp að Hvítahnjúk áfram að Klakkinum en þar snjerum við við sökum snjóblindu. Á bakaleiðinni mættum við 4 sleðamönnum austan við Hvítahnjúk,það voru Svavar,Andri Otto,Ragnar Smári ogGeir mágur hans.. Við fórum til baka í gegn um Lýsuskarð og ljékum okkur í brekkunni norðan megin og síðan fórum við í Dýragil þar sem 3 okkar fóru upp, Svavar,ég og Geir. Ég gugnaði á því að fara niður Gilið en fór öruggari leið til baka. Síðan fórum við heimleiðis en skeltum okkur upp í Egilsskarð þar sem nokkrir okkar fóru niður og heim, en ég Andri og Jón skruppum í gegn um Skarðið að Rauðkúlu sunnan megin en þar var snjóblinda og snjerum við þá heim á leið.kv:Finnbogi

  • 1


Flettingar í dag: 132
Gestir í dag: 116
Flettingar í gær: 130
Gestir í gær: 110
Samtals flettingar: 340986
Samtals gestir: 78797
Tölur uppfærðar: 24.10.2021 14:31:03

Nafn:

Finnbogi Elíasson

Farsími:

8606968

Afmælisdagur:

021260

Heimilisfang:

Grundarfirði

Heimasími:

4386861

Um:

Mer þykir gaman að ferðast á sleða á hálendi Íslands

Tenglar