Vélsleðaklúbbur Grundarfjarðar


Færslur: 2018 Febrúar

17.02.2018 20:10

Helgrindur - Mýrarhyrna

Sælir félagar. Ég og Kári tókum hring í kring um Grindurnar í morgun. Eftir kl 14. fór ég ásamt Óla á Mýrum,Jón Kristinni og Valdimar Ásgeirs upp á Mýrarhyrnu. Það var ágætisfæri uppi, púðursnjór efst þéttari snjór undir og varla að maður sæi ísbletti . Það var bjart mestallan tímann , en við lentum í smá snjóblindu annað slagið. Ég tók eitthvað af myndum í báðum ferðunum og set þær inn á eftir.kv:Finnbogi.

12.02.2018 16:54

Helgrindur 12/2.18.

Sælir félagar.Við vorum 5 sem skroppum upp í fjall í dag. Það voru ég,Hemmi,Svavar, Ragnar Smári og Lalli í Gröf.Við vorum varla komnir í Grindurnar þegar fór að dimma yfir og slíta úr sér snjókorn. Við vorum næstum því komnir að Helgrindarbrekkunni norðan megin þegar við ákváðum að snúa heim. Það var mjög blint er við fórum suður yfir við Rauðkúlu og í Þokudal en eftir það var restin af leiðinni heim auðveld.Ég tók aðeins 2. myndir áður en við lögðum af stað við skýðaliftu af Hemma að setja troðarann í gang og 1 mynd af Lárusi í Bændasleðagalla.Allir hjálpuðum við Adda að setja vírinn á sinn stað á einu hjóli áður en við fórum af stað.Ég set myndirnar 3. inn á eftir.kv:Finnbogi

10.02.2018 16:21

Skreppitúr 9/2.18.

Sælir félagar. Í gær skrapp ég einn  upp að Hvítahnjúk á sleða.Færið var misjafnt,laus snjór að Sigurðarborginni en fyrir ofan hana var þéttara og á köflum ísskán. Sunnan við Lýsuskarðið var aðeins leiðinlegra færið. Mjér leist ekkert of vel á stóru brekkuna sunnan megin,leiðinlega hörð og dálitið óslett þannig að ég fór aðeins austar og síðan upp. Háslettan að Hvítahnjúknum var ágætlega slétt en ýmist laus snjór eða þéttur.Ég snjeri þar við og skrapp upp Kvernármegin að litla gilinu að Egilsskarði,en varð frá að hverfa sökum lítils snjós og ís efst í brekkunni. Þá fór ég upp að Hafliðagilinu þar sem við förum vanalega yfir og það er skemst frá því að seia  að það er sléttfult ca 15 m kafla og þar með er fært í Egilsskarð. Ég tók eitthvað af myndum og set þær inn á eftir.kv:Finnbogi 

  • 1


Flettingar í dag: 252
Gestir í dag: 118
Flettingar í gær: 130
Gestir í gær: 110
Samtals flettingar: 341106
Samtals gestir: 78799
Tölur uppfærðar: 24.10.2021 17:07:10

Nafn:

Finnbogi Elíasson

Farsími:

8606968

Afmælisdagur:

021260

Heimilisfang:

Grundarfirði

Heimasími:

4386861

Um:

Mer þykir gaman að ferðast á sleða á hálendi Íslands

Tenglar