Vélsleðaklúbbur Grundarfjarðar


Færslur: 2017 Ágúst

20.08.2017 20:07

Húsafellsrúntur 20.8.17

Sælir félagar. Í dag fór ég einn á mínu hjóli sem leið liggur til Húsafells. Veðrið var eins og best verður á  kosið. Bjart og hægur vindur. Ég tók nokkrar myndir og læt þær inn á eftir þó  að margir hafi  eflaust séð þetta útsíni. kv:Finnbogi

13.08.2017 17:32

Eyrarhyrna 13.8.17

Sælir félagar. Í dag datt mjér í hug að ganga upp á Hyrnuna. Það var hægur vindur 11 stiga hiti og gekk annað slagið með smá hitaskúrum, en mjög stutt.Með öðrum orðum gott gönguveður. Ég tók slatta af myndum og set þær inn á eftir. kv:Finnbogi

08.08.2017 20:38

Fagrahlíð - Mælifell

Sælir félagar. Í gær fór ég í göngutúr upp Fögruhlíðina fyrir innan Mávahlíð. Ég gekk línuveg ( ef veg skildi kalla í dag, frekar  gönguslóða , því að það hefur runnið úr honum , skriður runnið á hann og gras vaxið yfir hann.)Hann liggur upp með Rauðskriðugili og sikksakkar fjallshlíðina alveg upp á fjallsbrún þar sem hann hverfur í grófri möl. Ég þræddi hann alla leið upp, en tók svo stefnuna á Mýrarhyrnuna. Ég gekk alveg að Mælifellinu þar sem við sleðamenn förum niður á sleðum í stallinn sem við keirum eftir og upp á Hyrnuna. Ég var að hugsa um að ganga þá leið en sá að það var skýjað yfir henni og hætti við og snjeri við. Ég tók eitthvað af myndum og set þær inn á eftir.kv:Finnbogi

  • 1


Flettingar í dag: 201
Gestir í dag: 118
Flettingar í gær: 130
Gestir í gær: 110
Samtals flettingar: 341055
Samtals gestir: 78799
Tölur uppfærðar: 24.10.2021 16:05:25

Nafn:

Finnbogi Elíasson

Farsími:

8606968

Afmælisdagur:

021260

Heimilisfang:

Grundarfirði

Heimasími:

4386861

Um:

Mer þykir gaman að ferðast á sleða á hálendi Íslands

Tenglar