Vélsleðaklúbbur Grundarfjarðar


Færslur: 2017 Mars

19.03.2017 17:54

Vatnaleið 19/3.17.

Sælir félagar. Við vorum 4 sem fórum á sleðum úr GRF yfir að Vatnaleið. Flott veður ,bjart og nægur snjór. Þeir sem fóru með mér voru Andri Otto,Sigþór bróðir Andra og Kári. Ég tók eitthvað af myndum og læt þær inn seinna.kv:Finnbogi

05.03.2017 19:44

Aftur Baulárvallavatn

Sælir félagar. Ég fór ásamt Lalla í Gröf og Geira Ragga að vötnunum við Vatnaleið í dag. Ég tók aðeins 3 myndir og set þær inn á eftir.kv:Finnbogi

04.03.2017 17:31

GRF - Baulárvallavatn

Sælir félagar. Við vorum 6 sem fórum upp á vélsleðum,og ætluðum austur fjallgarðinn að Baulárvallavatni. Er við komum upp að Hvítahnjúki var orðið skýjað þar og inneftir svo að við hættum við og snjerum við. Vestan við Grundarána skeltum við okkur upp fyrir Smjörhnjúk og upp í Arnardalsskarð.Svo fórum við upp fyrir Hrókinn og horfðum niður í Lýsuskarð. Þar sáum við að það var aftur orðið bjart inneftir fjallgarðinn og eftir það klofnaði hópurinn, 3 fóru heim og 3 fóru aftur inneftir .Þeir þrír sem fóru heim eftir þetta voru Sigurbjörn, Geiri Ragga og Guðni píp. Hinir 3 sem héldu aftur inneftir voru Ég,Siggi og Jón Kristinn. Við fórum alla leið að vatninu og sáum að bæði Hraunsfjarðavatn og Baulárvallavatn eru hálfopin og hálffrosin þunnum ís. Létum við þetta gott heita og héldum heim á leið. Ég tók eitthvað af myndum og set þær inn á eftir.kv:Finnbogi

  • 1


Flettingar í dag: 201
Gestir í dag: 118
Flettingar í gær: 130
Gestir í gær: 110
Samtals flettingar: 341055
Samtals gestir: 78799
Tölur uppfærðar: 24.10.2021 16:05:25

Nafn:

Finnbogi Elíasson

Farsími:

8606968

Afmælisdagur:

021260

Heimilisfang:

Grundarfirði

Heimasími:

4386861

Um:

Mer þykir gaman að ferðast á sleða á hálendi Íslands

Tenglar