Vélsleðaklúbbur Grundarfjarðar


Færslur: 2017 Febrúar

28.02.2017 19:34

Helgrindur 2017

Sælir félagar. Í dag fór ég ásamt Hemma og Adda Didda upp í Helgrindur . Við komumst yfir Hafliðagilið upp í Egilsskarð suður fyrir Grindurnar útfyrir Kaldnasann og upp á Mýrarhyrnu. Til baka fórum við upp í Helgrindarskarðið og niður norðanmegin , austur með Grindunum í Egilsskarð ofan við Hrútaborgina. Niður fórum við gegn um litla skarðið sem var nokkurnveginn fult af snjó og niður að Kvernáánni þar sem Addi hélt heimleiðis en við Hemmi fórum yfir Ána og alla leið upp á Hvítahnjúk. Eftir það vorum við Hemmi búnir að fá nóg þennan daginn og snjerum við heimleiðis. Ég tók slatta af myndum og set þær inn á eftir. kv:Finnbogi

26.02.2017 17:10

GRF - Sigurðarborg

Sælir félagar. Í dag fór ég og Svavar upp í fjall ,yfir Kvernáána og Grundarána opnar í miðju og komumst upp fyrir Sigurðarborgina en þá vildi Svavars sleði ekki lengra. Við rendum honum niður verstu brekkurnar en annars dró ég hann á mínum. Við styttum okkur leið niður í Kvernárdalinn sunnan við Beitiborgina og  inn á Hólavöll við Kverná. Eftir það dró ég hann eftir veginum heim.Mikill lausasnjór á köflum en létt fyrir trukkana.Ég tók nokkrar myndir og set þær inn á eftir.kv:Finnbogi

  • 1


Flettingar í dag: 226
Gestir í dag: 118
Flettingar í gær: 130
Gestir í gær: 110
Samtals flettingar: 341080
Samtals gestir: 78799
Tölur uppfærðar: 24.10.2021 16:35:35

Nafn:

Finnbogi Elíasson

Farsími:

8606968

Afmælisdagur:

021260

Heimilisfang:

Grundarfirði

Heimasími:

4386861

Um:

Mer þykir gaman að ferðast á sleða á hálendi Íslands

Tenglar