Vélsleðaklúbbur Grundarfjarðar


Færslur: 2016 Júlí

16.07.2016 21:31

Gönguferð Arnardalsskarð

Sælir félagar. Í dag brá ég undir mig betri fætinum og skrapp upp í fjall. Ég gekk upp að vatnstankinum fyrir ofan GRF bæ og  upp á Gráborg upp Arnardalinn upp úr honum í Sóleyjardal að Arnardalsskarði ég tók hægri beigu og upp að Tröllkarl (Örninn) en er ég  var kominn upp að öxlinni á honum leist mér ekki á framhaldið bara klettaklifur sem ég er ekki hæfur í.Ég lagði af stað kl 13 og kom heim kl 18.Ég tók slatta af myndum og set þær inn á eftir.kvFinnbogi

03.07.2016 18:02

Hjólaferð .Hringur um landið

Sælir félagar. Við vorum 4 sem fórum saman á hjólum kring um landið.Hjólafélagar mínir voru Jón Kristinn,Siggi og Jónas frá Súðavík. Við lögðum 3 af stað úr Grundarfirði norður í Hrútafjörðinn þar sem við hittum Jónas og héldum áfram norður. Veðrið var gott fyrsta daginn,en annan daginn versnaði veðrið seinni partinn og fór að rigna.Þriðja daginn hófum við aksturinn í rigningu frá Egilsstöðum,en síðdegis stytti upp. 2 síðustu dagarnir voru mjög góðir veðurfarslega. Ég tók eitthvað af myndum og set þær inn á morgun.kv:Finnbogi

  • 1


Flettingar í dag: 226
Gestir í dag: 118
Flettingar í gær: 130
Gestir í gær: 110
Samtals flettingar: 341080
Samtals gestir: 78799
Tölur uppfærðar: 24.10.2021 16:35:35

Nafn:

Finnbogi Elíasson

Farsími:

8606968

Afmælisdagur:

021260

Heimilisfang:

Grundarfirði

Heimasími:

4386861

Um:

Mer þykir gaman að ferðast á sleða á hálendi Íslands

Tenglar