Vélsleðaklúbbur Grundarfjarðar


Færslur: 2016 Apríl

17.04.2016 20:29

Skýðdalur-Tungnafellsjökull.16.4.16.

Sælir félagar. Þann 15 .4.brunaði ég norður í Skýðdal við Dalvík að heimsækja Alfreð Þórólfsson vin minn og fór daginn eftir með honum og 8 öðrum sleðamönnum víðsvegar af landinu upp úr Dalnum á sleðum og yfir á Tungnafellsjökul og niður í Kolbeinsdal. Ætlunin var að fara upp úr Kolbeinsdal yfir í Heljardal,en sökum snjóleysis komumst við ekki það. Í Kolbeinsdal bilaði 1 sleði Sky Doo og var dreginn heim . 'A seinustu metrunum bilaði dráttarsleðinn , og var skipt um hann, en hann gat keirt heim með eigin vélarafli.Ég tok 10. myndir og set þær inn á morgun. kv:Finnbogi

10.04.2016 20:43

Snæfellsjökull 10.4.16.

Sælir félagar.Í dag fórum við 2 upp á Jökulinn. 'Eg og Gunnar Njálsson. Frekar þéttur snjór en næg kæling.Ég tók 9 myndir og set þær inn á eftir.kv:Finnbogi

03.04.2016 20:41

Helgrindur

Sælir félagar. Í dag plataði Andri Otto mig upp á Fróðárheiði og yfir í Grindurnar.Það var fín birta að Kaldnasanum en sunnan megin var smá snjóblinda.Við lékum okkur smávegis norðanmegin í Helgrindarbrekkunni ,keirðum síðan austur og suður yfir í miðjum Grindunum þaðan austur í Þokudal norður gegn um Egilsskarð og upp á Mosahnjúk. Þaðan snjerum við heim á leið.Ég tók 8 myndir og set þær inn á eftir.kv:Finnbogi

03.04.2016 11:07

Mýrarhyrna

Sælir félagar.Ég set inn 3 myndir sem Siggi tók af mjér upp á Hyrnunni.kv:Finnbogi

02.04.2016 17:11

Fróðárheiði-Mýrarhyrna

Sælir félagar. Í dag fór ég og Siggi á sleða upp í fjall. Við tókum af á Fróðárheiði og keirðum að Helgrindum og upp í skarðið. Okkur leist ekki á birtuskilirðin norðan megin(snjóblinda) og ætluðum sunnan megin að Egilsskarði, en það var sama þeim megin og snjerum við fljótlega við . Við skeltum okkur niðurfyrir Kaldnasann og upp á Mýrarhyrnuna í góðri birtu en þá fór að slidda á okkur og við sáum að Grindurnar voru orðnar alskýaðar.Þá snjerum við heimleiðis og létum þetta gott heita. Ég tók engar myndir því að myndavélin var rafmagnslaus.Við Siggi vorum sammála um það að það væri ekki sleðafært frá Heiðinni yfir á Jökulinn.kv: Finnbogi

  • 1


Flettingar í dag: 132
Gestir í dag: 116
Flettingar í gær: 130
Gestir í gær: 110
Samtals flettingar: 340986
Samtals gestir: 78797
Tölur uppfærðar: 24.10.2021 14:31:03

Nafn:

Finnbogi Elíasson

Farsími:

8606968

Afmælisdagur:

021260

Heimilisfang:

Grundarfirði

Heimasími:

4386861

Um:

Mer þykir gaman að ferðast á sleða á hálendi Íslands

Tenglar