Vélsleðaklúbbur Grundarfjarðar


Færslur: 2016 Febrúar

27.02.2016 13:13

Tröllaháls

Sælir félagar. Í gær fór ég og Lalli í Gröf á Sleðum meðfram þjóðveginum inn Kolgrafarfjörð yfir Tröllaháls að eyðibílinu ofan við Berserkjahraun og upp hlíðina að Hraunsfjarðarvatni.Flott veður fyrir útsýnisferð.Við fórum sömu leið til baka,en ég setti 4 myndir inn á síðuna.kv:Finnbogi

26.02.2016 15:13

Bárarháls

Sælir félagar. Í gær fór ég og Gunnar Njáls upp á Hálsinn með stefnu á Klakkinn ofan við Draugagil. Það er skemst frá því að segja að það var mikið blásið af snjórinn og ekki fært að brekkunni ofan við Gilið sökum snjóleysis,en snjór í efstu brekkunni upp á Klakkinn.Við skeltum okkur þá í Kálfadalinn.Eftir það skildu leiðir,Gunnar fór niður Bárarmegin en ég Hjarðarbólsmegin.kv: Finnbogi

14.02.2016 17:09

Helgrindur-Mýrarhyrna

Sælir félagar. Í dag var farið í Helgrindurnar og Mýrarhyrnuna. Ég tók eitthvað af myndum og set þær inn á eftir.kv:Finnbogi

13.02.2016 20:13

Slitvindastaðaskarð

Sælir félagar. Við vorum 4 sem fórum upp í fjall í dag. Það voru ég að sjálfsögðu ,Andri Otto,Valdimar Ella og Gunnar Njálsson.Við fórum í ágætisfæri í Slitvindastaðaskarðið og komumst 2 upp úr því en snjerum við og skruppum upp í Arnardalsskarð.Svo skruppum við í Egilskarð vestur fyrir Þokudalinn til að sjá Jökulinn.Eftir það fórum við heim.Ég tók nokkrar myndir og set þær inn á eftir.kv:Finnbogi

12.02.2016 21:02

Helgrindur sunnanverðunni

Sælir félagar.Skrapp suður fyrir Grindurnar og tók 7 myndir er búinn að setja þær inn.kv:Finnbogi

07.02.2016 17:45

Hvítihnjúkur-Helgrindur

Sælir félagar. Við vorum 12 sem fórum upp í fjall í dag. Fyrst fórum við upp að Hvítahnjúk,en færið var frekar barinn snjór og aðeins óslétt þar uppi. Þá fórum við að litla gilinu ofan við Hafliðagil en sumum gekk illa að komast þar upp. Þá fórum við niður að Gráborg og 6 fóru heim en við hinir 6 fórum í skálina undir Eldhömrunum og þar upp í góðum snjó alveg upp undir Grindurnar að norðanverðunni . Þar lékum við okkur dágóða stund en héldum svo glaðir í lund heim. Ég tók nokkrar myndir og set þær inn á eftir.kv:Finnbogi.

  • 1


Flettingar í dag: 226
Gestir í dag: 118
Flettingar í gær: 130
Gestir í gær: 110
Samtals flettingar: 341080
Samtals gestir: 78799
Tölur uppfærðar: 24.10.2021 16:35:35

Nafn:

Finnbogi Elíasson

Farsími:

8606968

Afmælisdagur:

021260

Heimilisfang:

Grundarfirði

Heimasími:

4386861

Um:

Mer þykir gaman að ferðast á sleða á hálendi Íslands

Tenglar