Vélsleðaklúbbur Grundarfjarðar


Færslur: 2015 Júní

28.06.2015 19:57

Grundarfjall-Lambahnjúkur

Sælir félagar. Í dag lagði ég fjöll undir fót. Ég fór upp á Grundarfjall fyrir ofan bæinn Hamrar ,upp á Lágmönina og upp á Hámönina þar tók ég vinkilbeigju til vinstri yfir á Lambahnjúkinn niður af honum að fjallinu Nátthvíld.Nátthvíld er fjallið ofan við malarnámuna við bæinn Vindás. Það var leiðindarvindur af norðan,en ég var með góða húfu og vetlinga með mér,samt var bjart og hlýr vindur en vinstra eyrað á mjér var farið að kvarta.(eyrnaverkur sem lagaðist eftir að húfan var sett upp.)Ég tók margar landslagsmyndir sem sýna snjóalögin í fjöllunum og set þær inn á eftir.kv: Finnbogi

13.06.2015 19:49

Fróðárheiði- Helgrindur

Sælir félagar. Í dag fór ég einn upp á Heiðina með sleðann og fór á honum yfir að Grindunum niður Helgrindarbrekkuna að norðanverðunni austur að Rauðkúlu yfir við hana og sunnanverðunni til baka. Á heiðinni vissi ég af Svavari og Andra Otto eftir símtal við Svavar af Grindunum,og ég tók annan hring í Grindurnar aftur með þeim plús nokkrar brekkur í Grindunum. Flott veður,bjart og frábær ferð, en þetta er örugglega síðasta ferð mín á sleða í Grindurnar þetta sumarið. Ég tók slatta af myndum og set þær inn á eftir. kv: Finnbogi

06.06.2015 17:09

Fróðárheiði-Einbúi

Sælir félagar.Ég fór á Fróðárheiðina í dag með sleðann með mér. Ég fór í gegn um Korraskarð í Stafnafellsdalina alveg upp undir fjallið Einbúa en ekki lengra sökum snjóblindu og skýaþikknis.Ef hefði verið jafnbjart og í gær hefði ég farið alla leið í Helgrindurnar og tekið lítinn hring  í þeim. Eftir nokkra hlía daga verður sá draumur búinn. Það er ekki lengur fært á sleðum frá Heiðinni yfir á Jökulinn. Jökullinn sjálfur er nothæfur eitthvað fram Júní.Ég tók 12 myndir og set þær inn á eftir. kv: Finnbogi 

  • 1


Flettingar í dag: 151
Gestir í dag: 116
Flettingar í gær: 130
Gestir í gær: 110
Samtals flettingar: 341005
Samtals gestir: 78797
Tölur uppfærðar: 24.10.2021 15:03:45

Nafn:

Finnbogi Elíasson

Farsími:

8606968

Afmælisdagur:

021260

Heimilisfang:

Grundarfirði

Heimasími:

4386861

Um:

Mer þykir gaman að ferðast á sleða á hálendi Íslands

Tenglar