Vélsleðaklúbbur Grundarfjarðar


Færslur: 2015 Apríl

15.04.2015 20:50

Kerlingarskarð-Ljósufjöll

Sælir félagar.Við vorum 4 sem fórum upp að efri sneiðinni norðanvert skarðið og tókum þar sleðana af. Við ætluðum að fara í Ljósufjöllin ef birta leifði en það var leiðindar snjóblinda yfir þeim og við snjerum við rétt sunnan við þau. Það er nægur snjór ennþá á skarðinu og góður,hvaðþá ofar. Við sem fórum voru ég,Hemmi Gísla,Jón Kristinn og Jónas frá Súðavik.Ég tók nokkrar myndir og set þær inn á morgun.kv:Finnbogi

05.04.2015 10:06

GRF-Snæfellsjökull.31/3

Sælir félagar. Fyrir einhver mistök eiddi ég bloggi frá  31/3. um sleðaferð frá GRF til Jökulssins. En við vorum 5 sem fórum hana. Það var ég,Siggi Sigurbergs,Hemmi Gísla,Andri Otto og Valdimar Ella. Ég ók þennan dag 103 km.en þeir ca 3 km styttra því að ég komst ekki Helgrindarbrekkuna því að sleðinn minn náði ekki fullum snúningi . Ég keirði því austur að Rauðkúlu og suður fyrir Grindurnar og vestur að félögum mínum í Helgrindarbrekkunni og fékk mjér smá snakk með þeim áður en við héldum áfram yfir á Jökulinn. Frábær ferð í flottu veðri. kv:Finnbogi

02.04.2015 17:23

GRF-Mýrarhirna-Búlandshöfði

Sælir félagar. Ég skrapp upp í fjall í dag ásamt Andra Otto,Kidda Óla og Stjána krana. Við fórum norður fyrir Helgrindurnar í gegn um Egilsskarð,vestur fyrir Kaldnasann og yfir á Mýrarhyrnuna. Eftir smá stopp þar fórum við í Mælifellsdalinn og keirðum hann norður undir Víkurkúlu ofan við Höfðabæinn. Þar keirðum við upp Dalinn á milli Höfðakúlur og Þríhyrninga þar til við sáum til Ólafsvíkur.Þar snjerum við við og héldum heim. Í Helgrindunum var komin þónokkur snjóblinda og aðeins skafið í förin, en það hafðist með góðu að komast heim. Enginn GPS eða myndavél með í för.Við ókum 50,kmþennan daginn. kv:Finnbogi

01.04.2015 19:48

Tveir á ferð

Sælir félagar. Við fórum tveir félagar upp í fjall í dag ég og Hemmi. Við fórum upp að Hvítahnúk. Á bakaleiðinni könnuðum við gljúfrin fyrir neðan Lýsuskarð niður í Hróksdal bæði ofan frá og neðan frá Dalnum. Síðan skeltum við okkur upp úr miðjum Dalnum vestan við Hrókinn og áfram upp fyrir ofan Tindagang þar fórum við inn á sleðaför niður rennuna ofan við Smjörhnúk niður fyrir hann ofan við Digramúla skeltum við okkur í Dýadalinn og heim. Við vorum 2 klt í ferðinni og engin myndavél með í för og við ókum 25.km. kv:Finnbogi

  • 1


Flettingar í dag: 132
Gestir í dag: 116
Flettingar í gær: 130
Gestir í gær: 110
Samtals flettingar: 340986
Samtals gestir: 78797
Tölur uppfærðar: 24.10.2021 14:31:03

Nafn:

Finnbogi Elíasson

Farsími:

8606968

Afmælisdagur:

021260

Heimilisfang:

Grundarfirði

Heimasími:

4386861

Um:

Mer þykir gaman að ferðast á sleða á hálendi Íslands

Tenglar