Vélsleðaklúbbur Grundarfjarðar


Færslur: 2015 Mars

30.03.2015 19:58

Enn einn góður dagur á fjöllum

Sælir félagar. Við vorum 6 sem fórum saman upp í fjall í dag. Það voru ég,Lalli í Gröf, Jón Kristinn, Siggi Sigurbergs,Hemmi Gísla og Andri Otto. Færðin var þung,mikill lausasnjór og Lalla gekk illa í brekkum og snjeri fljótlega heimleiðis. Jón fór þónokkuð lengra og dáðumst við hinir á seyglunni í honum á þungum túringnum með aðeins 600 cc vél. Ég verð að játa að ég varð að þiggja smáhjálp hjá félögum mínum í þessu erfiða færi, en komst þó alla leið að breiðdalnum fyrir ofan Baulárvalla og Hraunsfjarðarvatn. Við keirðum 60mílur = 100 km þennan dag. Fórum af stað kl 13 og komum heim rétt eftir kl 18. Ég, Siggi og Hemmi tókum 22 myndir á vélina mína ,og set ég þær inn á eftir.Við fórum líka suður fyrir Arnardalsskarð með 17 teina fyrir Ferðafélagið.  kv:Finnbogi

28.03.2015 22:11

Góður dagur á fjöllum

Sælir félagar. Í dag fórum við 4 upp í fjall á sleðum. Við vorum ég,Lalli í Gröf,Siggi Sigurbergs og Óli á Mýrum. Við keirðum að Hvítahnúk,en Lalli vildi ekki keira lengra enda nístyginn upp úr flensu og Óli snjeri líka við,en hann var níbúinn að laga einhvern ógang í gamla Pollanum sínum. Ég og Siggi héldum áfram alla leið að Breiðdalnum ofan við Baulárvallavatn. Á heimleiðinni skeltum við okkur upp fyrir Smjörhnúk og yfir í Arnardalsskarð. Til baka fórum við og yfir Kvernáána upp í Egilsskarð suður fyrir Grindurnar en við Rauðkúlu fórum við norður yfir Grindurnar og að norðanverðunni alveg að Helgrindarbrekkunni. Við reindum ekki við brekkuna en snjerum við og fórum sömu leið til baka heim.Eftir smá kaffi og meðlæti fór ég einn upp aftur með stálteina fyrir Ferðafélag Snæfellsnes upp í Egilsskarð 15 stk til móts við Mosahnúk. Þar næst fór ég með 35 stk upp í Arnardalsskarð. Frábær dagur,flott veður, ágætis færi og ég og Siggi eitt breitt bros.Ég tók 11 myndir og set þær inn á eftir.kv:Finnbogi

15.03.2015 15:06

Þrír að sleðast

Sælir félagar. Við fórum 3 upp á fjall í dag. Fyrst fórum við upp í Egilsskarð, en komumst ekki niður í Þokudal vegna bráðnunar og grjóts, og brekkan vestan megin niður í hann var svell. Við skeltum okkur upp í skarð norðanmegin við Helgrindurnar útfrá Egilsskarði og sáum útað Mýrarhyrnu og leist ekki á svellbúnka hér og þar. Þá fórum við til baka og yfir Kvernáána í Arnardalinn og þar var gott færi alveg að Lýsuskarði.Sunnan við skarðið voru svellbúnkar hér og þar svo að við snjerum við og lékum okkur í brekkunum ofan við Díadalinn eða neðan við Smjörhnúk. Kvernááin var opin í miðju en okkur gekk vel yfir hana og Grundaráin var líka opin á vaðinu, en við fórum upp í Hróksdal og yfir hana þar á góðum snjó. Bara ágætisferð þó stutt væri farið. Við sem fórum voru ég að sjálfsögðu,Svavar Ása og Kári. Ég tók aðeins 4 myndir en set þær inn á eftir. kv: Finnbogi

  • 1


Flettingar í dag: 173
Gestir í dag: 117
Flettingar í gær: 130
Gestir í gær: 110
Samtals flettingar: 341027
Samtals gestir: 78798
Tölur uppfærðar: 24.10.2021 15:34:37

Nafn:

Finnbogi Elíasson

Farsími:

8606968

Afmælisdagur:

021260

Heimilisfang:

Grundarfirði

Heimasími:

4386861

Um:

Mer þykir gaman að ferðast á sleða á hálendi Íslands

Tenglar