Vélsleðaklúbbur Grundarfjarðar


Færslur: 2015 Janúar

24.01.2015 16:37

Sleðarúntar

Sælir félagar.Síðasta Sunnudag fór ég , Jón Kristinn, Valdimar Ella og Ben tengdasonur Guðna píp á sleðanum hans Guðna upp í fjall. Við fórum austur fyrir Hvítahnjúk að Klakkinum,snjerum þar við og fórum upp í Egilsskarð á Mosahnjúkinn og síðan heim. Í dag fórum við félagarnir ég,Andri Otto og Jón Kristinn upp í fjall rétt fyrir ofan Grundarfjörð . Það var smá snjóblinda og við fórum ekki langt. kv:Finnbogi

24.01.2015 12:15

Biluð síða

Sælir félagar. Síðan mín er búin að vera biluð í viku. Það er víst mikil vinna að laga hana. Það er verið að vinna í því,og ég vona að hún komist í lag sem fyrst. Myndaalbúmin eru í rugli og ekki hægt að skoða þau. Ég og Andri Otto erum heitir að skreppa upp í fjall í dag ef veður og birta leifir.jafnvel fyrir hádegi.kv:.Finnbogi

17.01.2015 16:55

Sleðast fyrir ofan GRF

Sælir félagar. Þá er sleðinn kominn í lag og virkar mjög vel. Við skruppum nokkrir félagarnir upp í fjall í dag. Fyrst fórum við suður fyrir Lýsuskarð að vörðunni við Ánahyrnu. Svo brendum við upp að Hvítahnjúk.Það skóf þónokkuð sunnan við Skarðið,svo að við létum þetta gott heita og snjerum við. Við vorum 7 sem fórum í ferðina,og þeir heita Andri Ottó,Kiddi faðir hans,Addi,Lalli,Valdimar,Eyþór og ég.Ég tók fáar myndir,en set þær inn á eftir.kv:Finnbogi

  • 1


Flettingar í dag: 151
Gestir í dag: 116
Flettingar í gær: 130
Gestir í gær: 110
Samtals flettingar: 341005
Samtals gestir: 78797
Tölur uppfærðar: 24.10.2021 15:03:45

Nafn:

Finnbogi Elíasson

Farsími:

8606968

Afmælisdagur:

021260

Heimilisfang:

Grundarfirði

Heimasími:

4386861

Um:

Mer þykir gaman að ferðast á sleða á hálendi Íslands

Tenglar