Vélsleðaklúbbur Grundarfjarðar


Færslur: 2014 Desember

31.12.2014 15:58

Pústventlar

Sælir félagar. Ég er búinn að panta nýa ventla, og kosturinn við þá er að rennilokinn í þeim er úr stáli en ekki áli sem ég og fleiri teljum gott. Fæ þá vonandi fljótlega á nýárinu.kv:Finnbogi

27.12.2014 19:50

Vélarbilun

Sælir félagar. Nú er ljóst hvað er að sleðanum. Í gær fór ég upp í fjall með Svavari 'Asa og Lalla í gröf. Við fórum suður fyrir Egilsskarð,yfir Þokudalinn og aðeins suðvestan við Rauðkúlu. Þar stoppuðum við ,en er ég drap á vélinni heirðist klink og vélin var föst. Við ákváðum að skilja sleðann eftir eftir stuttann drátt með Svavars sleða og fá björgunarsveitina til aðstoðar daginn eftir,enda spáði góðu veðri í dag. Kári og Rúnar komu á björgunarsveitarsleðunum,en samtals komu milli 10 til 15 manns og sleðar og aðstoðuðu.Drátturinn gekk ágætlega í góðu veðri,og skiluðu þeir mér og sleðanum alla leið heim og inn í skúr. Eftir að hafa fengið mjér kaffisopa fór ég inn í skúr að rífa sleðann. Kjartan bróðir kíkti inn í skúr og aðstoðaði mig.Ég tók pústið frá og heirði eitthvað glamra í því. Er ég hristi það og hvolfdi  því hrundu úr því nokkur málmbrot. Áfram hélt ég ,næst tók ég heddið  og undir því ofan á stimplinum lá stærsta brotið sem olli því að vélin snjérist ekki heilan hring. Það sem skeði var að annar Pústventillinn brotnaði og rann inn í strokkinn . Sílindrinn var tekinn upp og stimpill athugaður. Út úr þessu kom að ég ætla að panta 2 stk nía pústventla pakkningar,stimpilhringana,pakkningu undir sílindrann og gúmmíþéttihringana ofan á báða. Einnig ætla ég að hóna sílindrann. Ég og 2 aðrir fræðingar gátum ekkert séð að stimplinum, en væntanlega slapp vélin svona vel af því að þetta skeði um leið og ég drap á vélinni.Ég get ímyndað mjér að staðan væri alt önnur ef þetta gerðist á fullu gasi.Ég þakka öllum hjálpina í dag ,og sveitin á örugglega inni hjá mjér að versla flugelda þetta árið.kv:Finnbogi

26.12.2014 10:17

Morgunhugleiðsla

Sælir félagar. Ef mér sínist ætla að birta til í einhvern tíma ætla ég upp í fjall,sem fyrst eftir hádegi. Mig langar upp í Helgrindurnar. Það er pottþétt góður snjór í efsta stallinum við þær,beggja megin. Það er búið að snjóa nokkuð og ég myndi birja á Egilsskarði. Næsti möguleiki er frá Eldhamraskálinni og þriðji er upp með Kirkjufellsánni og upp Langhrygginn. Við sjáum til hvað dagurinn ber í skauti sér. kv:Finnbogi

21.12.2014 16:40

Grf-Lýsuskarð

Sælir félagar. Ég fór upp í fjall í dag ásamt Hemma Gísla,Adda og bræðrunum Andra Otto og Sigþór. Við komumst yfir Hafliðagilið á ræmu og í norðanvert Egilsskarð en fanst heldur rír snjóalög í skarðinu og snjerum við. Þá rendum við austur í gegn um Lýsuskarð í sólina og áfram að Hvítahnjúk Eftir smá stopp héldum við áfram framhjá Svartahnjúk og langleiðina að Leiðarhnjúk. Veður var gott og birta en vantar meiri snjó. Ég tók nokkrar myndir og set þær inn á eftir. kv:Finnbogi

18.12.2014 20:47

Skreppitúr GRF-Lýsuskarð

Sælir félagar. Ég skrapp einn upp í fjall í dag á sleðanum. Snjóalög eru misjöfn,sumsstaðar ágætissnjór en annarsstaðar bert(blásið af).Fyrir ofan Sigurðarborg voru smá þræðingar en gott í stallinum að Lýsuskarði og í gegn um það. Sunnan við skarðið var brekkan að Hvítahnjúk svo til ber niður í grjót nema tvær ræmur langleiðina upp. Í dalnum sunnan við skarðið var ágætissnjór vestanmegin í honum. Er ég kom til baka í Arnardal rakst ég á nokkra sleðamenn ,og tók smá skver með þeim. kv:Finnbogi

07.12.2014 11:52

Skemtiferð slökkviliðs GRF

Sælir félagar. Í gær fór ég með félögum mínum í slökkviliði Grf í slökkviliðasafn Suðurnesjabæjar. Eftir það fórum við í Grafarvoginn í Paintboll,ég í fyrsta sinn. Þar hafði ég af að vinna leik með því að ná fána og komast óskotinn til baka í aðalstöðvar. En í öðrum leik klikkaði ég og skaut samherja minn (Gústa) . Aðrir leikir gengu upp og niður hjá liði mínu. Eftir það fórum við í Keiluhöllina og spiluðum að sjálfsögðu keilu,ég aftur í fyrsta sinn. Mér gekk ágætlega  í því ,náði allavega einni fellu. (felldi allar keilurnar). Þar enduðum við í kvöldmat og eftir hann héldum við heimleiðis. Í Borgarfirðinum renndum við að bænum Steðja og kíktum á bruggverksmiðju. Við smökkuðum aðeins á framleiðslunni en eftir það héldum við áfram beint heim. Ég tók eitthvað af myndum á Safninu í Keflavík og nokkrar á Steðja og set þær inn á eftir. kv:Finnbogi

  • 1


Flettingar í dag: 201
Gestir í dag: 118
Flettingar í gær: 130
Gestir í gær: 110
Samtals flettingar: 341055
Samtals gestir: 78799
Tölur uppfærðar: 24.10.2021 16:05:25

Nafn:

Finnbogi Elíasson

Farsími:

8606968

Afmælisdagur:

021260

Heimilisfang:

Grundarfirði

Heimasími:

4386861

Um:

Mer þykir gaman að ferðast á sleða á hálendi Íslands

Tenglar