Vélsleðaklúbbur Grundarfjarðar


Færslur: 2014 Júlí

27.07.2014 20:26

Ganga upp frá Höfðabænum

Sælir félagar. Ég reif mig upp í dag eftir hádegi og keirði að Búlandshöfðabænum. Ég gekk upp rétt utan við höfðabæinn. Ég hélt mig norðanmegin á fjallgarðinum og gekk inneftir (austur) .Ég gekk suður á milli Mælifells og Kistufells (Mælifellsdalur)á sléttuna norðurundir Kaldnasa. Þaðan gekk ég niður í Lárdalinn meðfram Hólalæknum að þjóðveginum þar sem Silla mín náði í mig. Ég tók 54 Fjallamyndir og set þær inn á eftir.kv:Finnbogi

22.07.2014 11:30

Kringum Snæfellsjökul

Sælir félagar. Silla mín  var duglegri að taka myndir í rúntinum kringum Jökulinn. Ég fékk hennar leifi til að setja hennar myndir inn, þannig að ég mun setja þær inn fljótlega. kv:Finnbogi

20.07.2014 19:59

Sunnudagsrúntur

Sælir félagar. Í dag skrapp ég með konunni út fyrir Jökul ,upp Jökulhálsinn sunnanmegin og niður Eysteinsdal og heim aftur á bílnum. Ég tók fáar myndir eða 9 en set þær inn á eftir. kv: Finnbogi

15.07.2014 20:01

Sleðarúntur

Sælir félagar. Í dag fór ég einn með minn sleða upp á Jökulháls. Ég lagði ekki í Jökulinn enda var hann skýjaður niður að snjólínu. En  það var bjart  undir Sandkúlunum og nokkur hundruð metra snjóskafl  í dældinni undir þeim. Ég tók nokkra rúnta fram og til baka á honum og komst í stutta brekku utan á henni. Sleðinn virkaði vel og tel ég hann núna tilbúinn í næsta vetur. kv:Finnbogi

07.07.2014 21:23

Kring um Snæfellsjökul

Sælir félagar. Ég fór síðdegis í dag á hjólinu í kring um Jökulinn. Ég fór yfir Fróðárheiði og síðan útfyrir Jökulinn. Flott veður og bjart.Ég tók eitthvað af myndum og set þær inn á eftir. kv:Finnbogi

07.07.2014 10:19

Ebay vandræðagangur

Sælir félagar. Mjér finnst ástæða til að þakka Hemma Gísla og Björgu konunni hans fyrir hjálpina í að koma mér í PayPal kerfið og að panta sílendrana og sveifarásinn. Einnig vil ég þakka Jóa litla (galdramanni) hjálpina við að laga smá mistök við pöntunina á sveifarásnum. kv:Finnbogi

02.07.2014 23:52

Myndband

Sælir félagar. Mér tókst að setja myndbandið af gangsetningu sleðans inn.kv:Finnbogi

02.07.2014 21:10

Polaris í gang

Sælir félagar. Þá loksins er sleðinn kominn í lag. Góður gangur,mikill reykur og góð likt. Jón Kristinn hjálpaði mér í vélinni en ég tengdi alt við hana. Silla ætlar að taka smá myndband á eftiraf honum og setja á fésbókina. kv:Finnbogi

  • 1


Flettingar í dag: 226
Gestir í dag: 118
Flettingar í gær: 130
Gestir í gær: 110
Samtals flettingar: 341080
Samtals gestir: 78799
Tölur uppfærðar: 24.10.2021 16:35:35

Nafn:

Finnbogi Elíasson

Farsími:

8606968

Afmælisdagur:

021260

Heimilisfang:

Grundarfirði

Heimasími:

4386861

Um:

Mer þykir gaman að ferðast á sleða á hálendi Íslands

Tenglar