Vélsleðaklúbbur Grundarfjarðar


Færslur: 2014 Febrúar

19.02.2014 11:47

Úrbræðsla

Sælir félagar.Nú er ljóst hvað er að sleðanum mínum. Hann er úrbræddur á 2 höfuðlegum 2 slappar og 3 þokkalegar. Einnig er 1 stangarlega ónít og stimpilstöngin hefur blánað í neðri hlutanum. Þetta er ekki alt upptalið við sveifarásinn því að hann er einnig brotinn við stöngina. Alt annað er  í góðu lagi svo sem sveifaráshús og botn ,einnig stimplar og sýlindrar. Góður félagi minn Kristján Auðunsson  er að vinna í því að fá notðan ás en í góðu ásigkomulagi ásamt níum höfuðlegum og stangarlegum frá Ameríku. kv: Finnbogi

17.02.2014 12:50

Leiðrétting

Sælir félagar. Alli leiðrétti mig um bensinlitlu sleðana,en ég held að það sé rétt hjá mjér að sá sem var skilinn eftir í Stafndölunum sé 600 cc.kv:Finnbogi

16.02.2014 19:39

Sleðaferðir 15-16/2-2014

Sælir félagar. Ígær fór ég,Kári,Rúnar og Andri Otto á sleðum upp í fjall. Birtan var ekki góð, skýjað hér og þar mest þar . En í dag fór ég upp frá Vatnaleið ásmt nokkrum Hólmurum. Við fórum yfir Baulárvallavatn vestur alla leið út á Snæfellsjökul. Á bakaleiðinni voru bensínbirgðir orðnar litlar hjá nokkrum einn sleði frá Hólminum var skilinn eftir rétt austan við Korraskarð. Við héldum áfram á hinum þar til við komum að Helgrindarskarðinu að sunnanverðunni ,þar rákumst við á Kára og Rúnar á Björgunarsveitarsleðunum. Þar björguðu þeir Alla og öðrum Hólmara á 600 cc sleða um bensín. Ég kvaddi Hólmarana þar og fylgdi Kára og Rúnar stystu leið heim,norður í gegn um skarðið. Við félagarnir 3 vorum komnir aðeins austar er sleðinn minn sagði stopp og vildi ekki lengra. Vélin föst, líklega úrbrædd á Sveifarás. Þeir félagar drógu mig fyrst 2 upp erfiðustu brekkuna, en eftir það gat Rúnar dregið mig á einum alla leið heim ofan við GRF bæ. kv:Finnbogi

10.02.2014 17:39

Lýsu og Arnardalsskarð 10/2-14

Sælir félagar. Í dag skrapp ég og Hemmi Gísla upp í fjall. Við ætluðum í Arnardalsskarð en það dimdi yfir snjögglega , nema við sáum sólarglætu í Lýsuskarði og tókum stefnu þangað. Það var flott upp úr Skarðinu að sunnanverðunni,mikill snjór og við komumst beint upp úr því sem skeður ekki oft. Oftast þarf maður að fara upp úr því hægra megin í suðurendanum. Við keirðum um sunnanmegin í ágætisbirtu , en það var blint upp á hásléttunni að Hvítahnjúk.Er við snjerum við sáum við að það hafði rofað aðeins til fyrir ofan Smjörhnjúk og fórum við þá upp fyrir hann og komumst upp brekkuna þar . Þá lá leiðin greið upp á Tindagang og yfir að Arnardalsskarði og fórum við í gegn um það suður við Örninn. Sunnanmegin var dálítill vindur og blint svo að við létum þetta gott heita og snjerum heim á leið. Mjög gott færi uppi sérstaklega norðanmegin. Tók 5 myndir og set þær inn á eftir. kv:Finnbogi

04.02.2014 20:07

Helgrindur 4/2-2014

Sælir félagar. Við vorum 4 sem fórum upp í Helgrindur í dag eftir kl:16. Það var ég,Svavar,Kári og Hemmi. Ég tók ekki myndavélina með mér, því að mjér fanst birtan ekki of góð. Það var dálítil snjóblinda , en frábær snjóalög. Sleðinn fór loksins að virka. Við fórum yfir litla gilið að Egilsskarði að Rauðkúlu að sunnanverðunni norður yfir við hana og aftur suður yfir Grindurnar við Böðvarskúlu vestur að Helgrindarbrekkunni að sunnanverðunni ,yfir og niður að norðanverðunni ,austur að förunum við Rauðkúlu aftur suður við Kúluna og til baka heim í gegn um Egilsskarð. Frábær ferð þrátt fyrir ekki of gott skygni. Kv: Finnbogi

  • 1


Flettingar í dag: 226
Gestir í dag: 118
Flettingar í gær: 130
Gestir í gær: 110
Samtals flettingar: 341080
Samtals gestir: 78799
Tölur uppfærðar: 24.10.2021 16:35:35

Nafn:

Finnbogi Elíasson

Farsími:

8606968

Afmælisdagur:

021260

Heimilisfang:

Grundarfirði

Heimasími:

4386861

Um:

Mer þykir gaman að ferðast á sleða á hálendi Íslands

Tenglar