Vélsleðaklúbbur Grundarfjarðar


Færslur: 2013 Desember

29.12.2013 19:49

GRF-Baulárvallavatn

Sælir félagar. Við vorum 8 sem fórum á sleðum upp á fjall í gegn um Lýsuskarð og yfir að Baulárvallavatni. Við sem fórum voru Ég,Svavar,Kári,Andri Otto, Siggi,Hemmi,Guðni og Addi á Hótelinu. Við sáum að Hraunsfjarðavatn var ófrosið en Baulárvallavatn var frosið en við slepptum því að fara yfir það og snjerum við heimleiðis. Við fundum fugl rétt austan við Slitvindastaðaskarð,Súlu sem eitthvað var að vængnum á henni. Ég tók 10 myndir sem ég set inn á eftir. kv:Finnbogi.

28.12.2013 20:32

Lýsuskarð

Sælir félagar. Við fórum 5 félagar upp og suður fyrir Lýsuskarð eftir hádegi í dag. Góður snjór,gott grip og lítið um harðfennisbletti. En birtan hefði mátt vera betri. Við könnuðum gilið austan við Sigurðarborgina og komumst ótrúlega langt upp í það. Enginn okkar lagði í efstu brekkuna , það var einhverskonar You tube dæmi.Það er að seia , sleði og maður hiksti í henni og komi öfugir rúllandi niður . Við sem fórum voru Ég,Alli úr Hólminum,Rúnar,Kári og Andri Otto. Ég hafði ekki með mér myndavélina en hefði kanski getað náð þokkalegum myndum í gilinu. kv:Finnbogi

18.12.2013 19:43

Sleðaferð Egilsskarð

Sælir félagar. Í dag eftir kl 16 fórum við 4 saman á sleðum upp frá GRF í gegn um Egilsskarð  og að Helgrindarbrekkunni að sunnanverðunni. Við sem fórum voru ég,Svavar,Rúnar og Kári. Það er kominn ágætur snjór í fjöllin. Ég var kominn heim kl korter fyrir sex í myrkri. kv: Finnbogi

15.12.2013 13:37

Hvítihnjúkur 15/12-13

Sælir félagar. Loksins kom að því. Fyrsta sleðaferðin í vetur. Mjér datt í hug að athuga aðstæður fyrir ofan GRF. Færið var eins og ég reiknaði með,þjéttur snjór en laus ofan á og góð kæling. Birtan var mjög góð ,þegar loksins birti eða um kl 11. Ég tók slatta af myndum í allar áttir og set þær inn á eftir. kv: Finnbogi

  • 1


Flettingar í dag: 201
Gestir í dag: 118
Flettingar í gær: 130
Gestir í gær: 110
Samtals flettingar: 341055
Samtals gestir: 78799
Tölur uppfærðar: 24.10.2021 16:05:25

Nafn:

Finnbogi Elíasson

Farsími:

8606968

Afmælisdagur:

021260

Heimilisfang:

Grundarfirði

Heimasími:

4386861

Um:

Mer þykir gaman að ferðast á sleða á hálendi Íslands

Tenglar