Vélsleðaklúbbur Grundarfjarðar


Færslur: 2013 Ágúst

11.08.2013 21:04

Ganga Svartahnjúk,Grundarfjall

Sælir félagar. Í dag gekk ég ásamt 10 öðrum upp undir Svartahnjúk . Við sáum mótorinn og ímislegt Járnadót úr flugvélinni sem fórst þar 1941.4 urðu þar eftir og ætluðu að skoða brakið betur og að því loknu ætluðu þeir til baka niður í HrafnkelsstaðabotnVið 7 héldum áfram upp á hnjúkinn og ætluðum austur fyrir Hvítahnjúk að Lýsuskarði og niður í Hróksdal og enda á Kverná. En það var þoka yfir Hvítahnjúk og alveg að Lýsuskarði svo að við hættum við og skeltum okkur á Grundarfjall, sem var bjart þá og niður við Hamra. Flott ferð og skemtileg. Ég tók 34 myndir sem ég set inn seinnipartinn á morgun. kv:Finnbogi

10.08.2013 21:05

Arnardalsskarð Ganga

Sælir félagar. Í dag gekk ég og Kiddi á Kverná með 65 manna hóp úr Reykjavík frá Kverná í gegn um Arnardalsskarð og að vörðu við Bolaklif við Bláfeldaskarð. Þar kvöddum við hópinn og komum sömu leið til baka. Suðurleiðin var ágætlega bjart veður, en á bakaleiðinni hrepptum við Kiddi þónokkuð dimma þoku og súld. Við römbuðum þó á skarðið og niður í Arnardal og vorum orðnir öruggir eftir það. Ég tók 11 myndir og er búinn að setja þær inn. kv:Finnbogi

07.08.2013 11:42

Gönguferð Langhryggur

Sælir félagar, Ég fór í gönguferð upp Langhrygg í gærkvöldi ásamt 6 öðrum. Ferðin var á vegum Ferðafélag Snæfellsnes. Gædinn var Gunnar Njálsson. Ég tók nokkrar ágætismyndir sem ég set inn á eftir.kv:Finnbogi

  • 1


Flettingar í dag: 173
Gestir í dag: 117
Flettingar í gær: 130
Gestir í gær: 110
Samtals flettingar: 341027
Samtals gestir: 78798
Tölur uppfærðar: 24.10.2021 15:34:37

Nafn:

Finnbogi Elíasson

Farsími:

8606968

Afmælisdagur:

021260

Heimilisfang:

Grundarfirði

Heimasími:

4386861

Um:

Mer þykir gaman að ferðast á sleða á hálendi Íslands

Tenglar