Vélsleðaklúbbur Grundarfjarðar


Færslur: 2013 Apríl

30.04.2013 20:40

1 Mai-sleðaferð

Sælir félagar. Á morgun ef verður bjart eins og í dag stefnum við Grundfirðingar uppá Fróðárheiði á sleðum yfir á Mýrarhyrnuna og Helgrindur. Við ætlum að hittast kl:10 við búðina. kv:Finnbogi

21.04.2013 17:45

Fróðárheiði-Helgrindur

Sælir félagar. Við vorum 5 sem fórum á sleðum á Heiðina og yfir í Helgrindurnar. Þeir sem fóru voru ég,Svavar Ása,Hemmi Gísla,Rúnar Ragnars og Kári Gunnars.Snjóalög voru ágæt á Heiðinni og yfir að Helgrindum en í Helgrindunum voru þau frábær. Við komumst í fyrsta sinn upp skarðið alveg við Böðvarskúlu vestanmegin.Yfirleitt hefur þar verið 2 til 3 m þverhnípi efst og þarafleiðandi ófært. Tók eitthvað af myndum og set þær inn á eftir.kv:Finnbogi

20.04.2013 20:07

Sleðaferð

Sælir félagar. Á morgun ef bjart verður langar mig að sleðast. Ég horfi mest á Jökulhálsinn upp á örugg snjóalög þó að mig langi á Fróðárheiðina og yfir í Helgrindur þá veit ég ekki um snjóalög í gegn um Korraskarð. Ef einhverjir hafa áhuga meigja þeir hafa samband við mig,annars hringi ég  í nokkra á morgun. kv:Finnbogi
  • 1


Flettingar í dag: 252
Gestir í dag: 118
Flettingar í gær: 130
Gestir í gær: 110
Samtals flettingar: 341106
Samtals gestir: 78799
Tölur uppfærðar: 24.10.2021 17:07:10

Nafn:

Finnbogi Elíasson

Farsími:

8606968

Afmælisdagur:

021260

Heimilisfang:

Grundarfirði

Heimasími:

4386861

Um:

Mer þykir gaman að ferðast á sleða á hálendi Íslands

Tenglar