Vélsleðaklúbbur Grundarfjarðar


Færslur: 2012 Nóvember

18.11.2012 19:50

Menningarferð og sleða

Sælir félagar. Það var mikið um að vera þessa helgina. Í gær Laugardag fór ég ásamt 13 öðrum úr slökkviliði GRF og Baldri strætóstjóra í menningarreysu til RVK. Í. RVK bættist 1 við.Við skoðuðum 112 í bak og fyrir. Við vorum leistir þaðan út með kaffi og meðlæti. Síðan lá leiðin til eldvarnamiðstöðvarinnar,Þar vorum við einnig leistir út með kaffi og bakkelsi. Við fengum okkur að borða í veitingastaðnum Caruso á Laugaveginum, áður en við héldum heim á leið um kvöldið. Ég tók nokkrar myndir úr ferðinni og set þær inn á eftir.Í dag Sunnudag fór eg ásamt 6 öðrum á Jökulhálsinn á sleðum. Firsta sleðaferð vetrarins hjá okkur öllum. Sökum harðfennis og svells, en þó nægur snjór í kælingu, fórum við ekki lengra en að Sandkúlum. Þeir sem fóru á Hálsinn fyrir utan mig voru Svavar Ása,Ketilbjörn,Rúnar Kverná,Andri Otto,Sölvi og Hrannar Óskarssynir. Tók nokkrar myndir og set þær líka inn á eftir. Kv:Finnbogi 
  • 1


Flettingar í dag: 252
Gestir í dag: 118
Flettingar í gær: 130
Gestir í gær: 110
Samtals flettingar: 341106
Samtals gestir: 78799
Tölur uppfærðar: 24.10.2021 17:07:10

Nafn:

Finnbogi Elíasson

Farsími:

8606968

Afmælisdagur:

021260

Heimilisfang:

Grundarfirði

Heimasími:

4386861

Um:

Mer þykir gaman að ferðast á sleða á hálendi Íslands

Tenglar