Vélsleðaklúbbur Grundarfjarðar


Færslur: 2012 Maí

25.05.2012 20:59

Myndband

Sælir félagar. Það er myndband úr sleðaferðinni í kring um Snæfellsjökul á you tube frá Andra Otto . Slóðin sést í blogginu 22.05.2012. í athugasemd.kv:Finnbogii

22.05.2012 19:33

Myndir

Sælir félagar. Ég fékk nokkrar myndir í myndaalbúm mitt , Snæfellsjökull 21-5-2012 frá Unnsteini. Takk fyrir myndirnar Unnsteinn. kv:Finnbogi

22.05.2012 11:28

Snæfellsjökull 21-5-2012

Sælir félagar. Við vorum 8 sem fórum á Jökulinn í gær. Það voru ég, Ketilbjörn,Svavar Ása,Hemmi Gísla,Unnsteinn,Andri Otto, Óli Skarphéðins og Rúnar Ragnarsson.Flott veður gott færi. Ég og félagar mínir fórum í firsta skiptið alveg í kring um Jökulinn.Set nokkrar myndir inn á eftir.kv:Finnbogi

21.05.2012 10:16

Gönguferð og sleðaferð

Sælir félagar. Í gær hringdi Jón Kristinn vinur minn í mig og bauð mér með sér í göngutúr á Stöðina.Við gengjum upp frá Koti í sól en smá norðan golu. Við lögðum af stað frá bíl kl:14 og komum að honum aftur kl15-30. Við gengjum út á enda hennar að norðanverðunni, en til baka að sunnanverðunni. Frábær gönguferð í flottu veðri. En það var mikið að gera hjá mjér þennan daginn. Ég ætlaði að vinna í svölunum hjá móður minni eftir gönguferðina en ég var búinn að festa einn bolta er síminn hringdi aftur kl 16-30 . Það var Alli vinur minn úr STH sem sagði mjér að hann og 3 aðrir væru lagðir af stað úr STH á leið á Jökulinn á sleðum. Ég afþakkaði að fara með sökum anna, en hringdi í Svavar Ása og spurði hann um færð fyrir bíla upp á Jökul frá Ólafsvík. Hann sagði mjér að það væri ófær skafl utan í Hróanum og svo engin snjór dágóðan spotta. Ég hringdi strax aftur í Alla og sagði honum frá því,og af hann vildi á Jökulinn yrði hann að fara ifir Fróðárheiði og upp að sunnanverðunni.´´Eg sagði Alla að mjér hefði snúist hugur og vildi með en nefndi þann möguleika að fara frá Heiðinni yfir í Helgrindur. Það var þegar ákveðið að reina það ,og ég skelti mjér af stað kl17 úr GRF. Það þurfti bara að keira nokkra metra á melum á Heiðinni , og upp á hæðinni . Við fjallið Korra ókum við 2 m á grjóti en eftir það var nægur snjór og góður alla leið í Helgrindur . Við keirðum um allar Helgrindur sunnan og norðanverðunni í sól og blíðu. Eftir að hafa ekið um allar Grindurnar ákváðum við að reina við Mýrarhyrnuna. Undir Kaldnasanum ókum við yfir nokkra m af grjóti en svo var nægur snjór að Hyrnunni, en hún var orðin alveg snjólaus á toppnum, en við gengjum bara nokkra metra og þá vorum við komnir á toppinn. Þeir sem voru í ferðinni voru ég, að sjálfsögðu Alli,Atli, Stefán og Sævar. Frááábær ferð. Ég tók nokkrar myndir bæði úr gönguferðinni og sleðaferðinni. ég set þær inn á eftir.kv:Finnbogi

09.05.2012 20:22

Fróðárheiði-Helgrindur

Sælir félagar. Í dag eftir kl 16 fórum við Hemmi Gísla upp á Heiðina með sleðana. Keirðum örfáa metra á melum , en eftir það bara á snjó. Við brunuðum í fínu færi og flottu veðri framhjá fjallinu Korra, Stafndölum,Einbúa og yfir í Helgrindur. Við skeltum okkur niður að norðanverðunni Helgrindarbrekkuna austur að Rauðklúlu, suður við Kúluna yfir í Þokudal aftur norður yfir á Mosahnjúk til baka norðanmegin að Kúlunni aftur suður yfir og til baka á Heiðina. Frábær ferð í flottu veðri. Set inn slatta af myndum inn á eftir. kv:Finnbogi

05.05.2012 20:34

Morgundagurinn

Sælir félagar. Ef einhver ætlar á Jökulinn á morgun , má sá hinn sami bjóða mér með. Ég kemst ekki af stað fyrr en kl  12-30 . kv:Finnbogi
  • 1


Flettingar í dag: 201
Gestir í dag: 118
Flettingar í gær: 130
Gestir í gær: 110
Samtals flettingar: 341055
Samtals gestir: 78799
Tölur uppfærðar: 24.10.2021 16:05:25

Nafn:

Finnbogi Elíasson

Farsími:

8606968

Afmælisdagur:

021260

Heimilisfang:

Grundarfirði

Heimasími:

4386861

Um:

Mer þykir gaman að ferðast á sleða á hálendi Íslands

Tenglar