Vélsleðaklúbbur Grundarfjarðar


Færslur: 2012 Apríl

29.04.2012 17:41

Snæfellsjökull 29/4-12

Sælir félagar. við vorum 3 sem fórum upp á Jökulinn í dag. Það var frekar skíað first er við komum, en lagaðist er leið á daginn. Neðst var blautt og þungt færi en ofar var þéttari færi og efri hluti Jökulsins var harður. Við sem fórum voru ég, Svavar Ása og Ketilbjörn. Frábær ferð og ég tók nokkrar myndir sem ég set inn á eftir.Við fórum langt suðvestur fyrir Jökulinn, eða alveg rétt fyrir ofan Lóndranga . Ég hef aldrei farið svona langt út fyrir Jökulinn. kv Finnbogi

28.04.2012 11:50

Snæfellsjökull

Sælir félagar. Á morgun spáir glaðasól hægviðri og 4 stiga hita. Mig langar að sleðast. Ef einhver hugsar sér til hreifings, endilega hafa samband við mig. kv: Finnbogi.

24.04.2012 17:29

Myndir frá Andra Otto

Sælir félagar. Ég fékk leifi hjá Andra að taka nokkrar myndir af fésinu og setja inn á síðuna okkar. Þær eru úr ferð sem að hann og faðir hans Kristinn Ólafsson, fóru á Laugardaginn var 21/4 upp á Helgrindur og Mýrarhirnu. Set myndirnar inn á eftir.kv:Finnbogi

22.04.2012 10:56

Eyrnabólga

Sælir félagar. Ég get ekki sleðast yfir helgina eða á meðan að ég er með eyrnabólgu. Það væri vel þegið að fá myndir frá öðrum á síðuna með nöfnum þeirra sem voru með í för og dagsetningu, ef menn vildu það. kv:Finnbogi

20.04.2012 19:05

Sleðast út frá Fróðárheiðinni

Sælir félagar. Við vorum 8 sem fórum upp á heiði að sleðast. Það var ég, Hemmi Gísla, Óli á Mýrum, Andri Otto, Rúnar frá Kverná, Svavar Ása, Kjartan hjá R og Á og ketilbjörn. Við fórum í gær kl10 af stað úr GRF upp á heiði og first yfir í Helgrindur og Mýrarhirnu. Við komum aftur að bílunum kl 14 ,þá fanst óla þetta vera nóg og fór heim en við hinir fórum í hina áttina að Jöklinum og til baka aftur , og komum að bílunum ca rúmlega 16. Veðrið var geggjað, færið var geggjað og við vorum líka geggjaðir af ánægju. Set slatta af myndum inn á eftir og nokkrar frá Svavari. kv:Finnbogi

17.04.2012 20:28

Fróðárheiði

Sælir félagar. Ég og Hemmi Gísla fórum í gær upp á Fróðárheiði að sleðast. Við fórum að sunnanverðunni að Jöklinum, ekki upp á hann því að hann var allur síndist okkur í öldum. Það var mikill snjór að sunnanverðunni, en hann var blautur langt niður þannig að hann gæti bráðnað hratt. Síðan fórum við að norðanverðunni til baka á Heiðina, og á Heiðinni sjálfri var snjórinn líka blautur. Eftir þetta skruppum við að Kaldnasanum, og í Helgrindarbrekkuna. Í kring um Helgrindurnar er besti snjórinn., en Fróðárheiðin þolir ekki mikla þíðu. Ég tók  örfáar myndir og set þær inn á eftir. Á morgun eftir kl:17 er áætluð ferð ef birta leifir á Heiðina með nokkra Hólmara. kv:Finnbogi

15.04.2012 20:16

Fróðárheiði-Helgrindur

Sælir félagar. Við vorum 8 sem fórum að sleðast í dag. Það voru ég,Hemmi Gísla,Jonni Gísla,Þórður Magg,Svavar 'Asa,Ketilbjörn,Kjartan hjá R og Á og Siggi Sigurbergs. Við tókum af á Fróðárheiði og keirðum að Helgrindarbrekkunni,niður hana að norðanverðunni , austur í Egilsskarð, suður fyrir skarðið, aftur yfir fjallgarðinn við Rauðkúlu,síðan vestur að Mýrarhirnunni, aftur suður í gegn um Helgrindarskarð, niðurfyrir Kaldnasann , upp á Mýrarhirnu, síðan til baka að bílunum á Heiðinni. Veðrið var frábært og líka færið sérstaklega norðan við Helgrindur. Svakaskemtileg ferð, en ég gleimdi myndavélinni heima. kv:Finnbogi

13.04.2012 19:41

Fróðárheiði-Helgrindur

Sælir félagar. Ég og Siggi Sigurbergs fórum eftir kl 16 í dag á heiðina að sleðast. Súperveður,sól og hægviðri. Við keirðum í austur að Helgrindum ,niður fyrir Kaldnasann og upp á Mýrarhirnuna.Til baka í Helgrindarbrekkuna , niður hana að norðanverðunni , austur að Rauðkúlu, suður fyrir hana og til baka að bílnum. Norðan við Helgrindurnar lentum við í miklum og djúpum lausasnjó. Annars var færið mjög gott. Frábær ferð sem ég lifi leingi á ,           eða til morguns . Þá fer ég aftur ef birta leifir að sleðast. Tók nokkrar myndir, set þær inn á eftir.kv:Finnbogi

12.04.2012 19:40

Laugardagur

Sælir félagar. Mjér sínist vera möguleiki á sæmilega björtu veðri  á Laugardaginn. Ég hugsa mjér til hreifingar, ef verður og þá annað hvort á Fróðárheiði eða Jökulháls. Mig langar meira á Fróðárheiði og first austur í Helgrindur , en það fer að verða síðasti séns í þær. Ef verður bjart um morguninn vil ég fara af stað milli 10 -11.  kv:Finnbogi

08.04.2012 18:12

Vortúr

Sælir félagar. Hemmi Gísla hringdi í mig eftir hádegi, og bauð mjér með á Jökulinn. Við sem fórum voru ég, Hemmi Gísla,Jonni Gísla,Svavar Ása og Ketilbjörn. Það var skýað og blint að norðanverðunni, en bjart og sól að sunnanverðunni. Færið var sitt á hvað, svellblettir og kæling  og nífallinn snjór. Ágætistúr , ég tók nokkrar myndir sem ég set inn á eftir. kv:Finnbogi

01.04.2012 20:23

Drangajökull

Sælir félagar. Mig og Hemma Gísla langar á Strandirnar um páska . Alt opið , en líklega  einn dagur eða tveir, eftir veðurspá. Þeir sem hafa áhuga láti mig eða Hemma vita. kv:Finnbogi
  • 1


Flettingar í dag: 252
Gestir í dag: 118
Flettingar í gær: 130
Gestir í gær: 110
Samtals flettingar: 341106
Samtals gestir: 78799
Tölur uppfærðar: 24.10.2021 17:07:10

Nafn:

Finnbogi Elíasson

Farsími:

8606968

Afmælisdagur:

021260

Heimilisfang:

Grundarfirði

Heimasími:

4386861

Um:

Mer þykir gaman að ferðast á sleða á hálendi Íslands

Tenglar