Vélsleðaklúbbur Grundarfjarðar


Færslur: 2012 Febrúar

25.02.2012 15:04

GRF-Mýrarhirna

Sælir félagar.Ekkert varð úr ferð á Vatnaleið sökum dimmu á Vatnaleið , en ég sagði Alla að koma í GRF og fara upp þaðan því að þar var ágætlega bjart. Það varð úr og Alli , Dóri Lúðvíks og frændi Alla Steinar Haukur úr sveitinni komu. Úr GRF fóru þrír ég, Ketilbjörn og Svavar Ása. Við fórum suður fyrir Egilsskarð, út fyrir Kaldnasa og upp á Mýrarhirnuna , til baka að Helgrindarskarðinu að sunnanverðunni norður yfir hana niður í Eldhamraskálina og heim. Þrusuferð og skemtileg, þrátt fyrir snjóblindu annað slagið. Set nokkrar myndir inn á eftir.kv:Finnbogi 

24.02.2012 22:36

GRF Vatnaleið

Sælir félagar. Alli STH talaði við mig í kvöld um að hann og nokkrir aðrir úr STH stefni á að fara frá Vatnaleið gegn um Slitvindastaðaskarð í átt að GRF. Hann talar um að fara af stað frá Vatnaleið kl tíu ,og nefndi við mig að ég kæmi á móti úr GRF á sama tíma. Þannig að ef veður leifir stefni ég á það á morgun. Ef einhver vill fara með mjér hefur hann bara samband við mig fyrir kl tíu á morgun kv Finnbogi

24.02.2012 20:20

Snjópælingar

Sælir félagar. Síðastliðinn Miðvikudag skruppum við þrír félagar ég,Hemmi Gísla og Svavar Ása upp í fjall í éljagangi. Við fórum ekki langt en fórum í Eldhamraskálina og lékum okkur í brekkunni. Það snjóaði þó nokkuð mikið, og var kominn góður og þéttur snjór. Í dag hitti ég Steinar Má í STH og hann sagði mér að hann hefði farið í gær upp úr Kvernádalnum og alla leið að Slitvindastaðaskarði. Og hann sagði nægan snjó í því. Ef verður bjart á morgun ætla ég upp og kíkja á Kvernáána, hvort að sé fært yfir hana. Ef svo er langar mig að fara helst að Baulvallavatni. kv:Finnbogi

18.02.2012 20:46

GRF-Egilsskarð-Kaldnasi

Við fórum þrír saman félagarnir á sleðum upp í fjall í dag. Ég ,Siggi Sigurbergs og Óli á Mýrum. Snjóalög voru rír aðeins upp fyrir Gráborg en þar fyrir ofan fundum við ræmu að Haflyðagili . Það var næstum því slétt yfir það af snjó , en þar fyrir ofan var nægur snjór. En færið var ýmist harðfenni , næstum því svell eða 5 til 10 cm mjúkur snjór. Við böðuðum okkur annað slagið í sól sunnan við Helgrindur, annars var frekar bjart eftir kl: hálf tvö. kv:Finnbogi

17.02.2012 12:25

Fróðárheiði

Sælir félagar. Ef verður bjart og gott veður á morgun er ég að hugsa um að fara á Fróðárheiðina á sleða. Það er góður snjór þar og fært í báðar áttir. Mjér líst ekki of vel að reina að fara upp Gráborg. Það eru ósköp rír snjóalög upp að Haflyðagili,en þar fyrir ofan góð. Og Jökulhálsinn gæti verið aðeins fær upp að stíflu á bíl en síðan snjólétt langt uppeftir. Ef ég fer þá verður það líklega eftir hádegið . Þeir sem vilja koma með hafi samband við mig fyrir hádegi á morgun. kv:Finnbogi

11.02.2012 16:08

Hafliðagil

Sælir félagar. Ég , Steinar Már og Rúnar Ragnarssynir skruppum upp í fjall í dag. Smá þræðingar upp fyrir Gráborg , en Hafliðagilið var fært og vel það. Færið var dapurt upp fyrir Gráborg, en nægur snjór í gilinu og flott færi þar fyrir ofan. Við fórum rétt upp fyrir gilið en ekki lengra sökum snjóblindu, él. Það reindi ekki mikið á níu beltin okkar Steinars. Ég hafði ekki miklar væntingar til weforce ventlanna , hélt að skyptin væru bara tímaeiðsla. 'Eg mæli algjörlega með þeim núna , sleðinn er greinilega miklu sprækari , upptakið sneggra og endaaflið meira , þarafleiðandi miklu skemmtilegri sleði. Ég gleymdi myndavélinni því miður. kv: Finnbogi

10.02.2012 19:36

Prufutúr á sleða

Á morgun ef veður og birta leifir, ætla ég að skreppa upp fyrir Gráborg , kíkja á litla gilið að Egilsskarði og ef fært fara suður fyrir fjallgarðinn og jafnvel leingra. Líklega fer ég ekki af stað fyrr en eftir hádegi. kv: Finnbogi

06.02.2012 22:42

Sleði uppfærður

Nú er ég búinn að skipta um belti, setja weforce 3 í vélina og að negla beltið. Þá vantar bara snjóinn. Hann kemur vonandi fljótlega.Þegar hann kemur mætir Svavar Ása væntanlega á gamla beltinu mínu. Kv: Finnbogi
  • 1


Flettingar í dag: 226
Gestir í dag: 118
Flettingar í gær: 130
Gestir í gær: 110
Samtals flettingar: 341080
Samtals gestir: 78799
Tölur uppfærðar: 24.10.2021 16:35:35

Nafn:

Finnbogi Elíasson

Farsími:

8606968

Afmælisdagur:

021260

Heimilisfang:

Grundarfirði

Heimasími:

4386861

Um:

Mer þykir gaman að ferðast á sleða á hálendi Íslands

Tenglar