Vélsleðaklúbbur Grundarfjarðar


Færslur: 2012 Janúar

30.01.2012 15:18

Nítt belti

Sælir félagar. Það borgar sig að lesa Lexa síðurnar. 'Eg komst að því eftir festurnar mínar að sleðinn minn er bara með 40 mm belti en ekki 51mm , sem er orginal. Hjá Arctic Cat umboðinu kostar nítt belti kr:200 000 -240 000, hjá Polaris kr: 180 000, hjá Ellingsen kr: 143 800, en  á sölusíðu Lexa fann ég lítið notað belti ( hálvan vetur ). Það belti fæ ég á 80 000 kr. Takk fyrir. Ekkert Ebay bara innlendur markaður. Það ætla ég að láta duga fram að næstu festu. Eftir festu dugar ekkert nema stærri mótor og leingra belti. Kv : Finnbogi

26.01.2012 23:37

Önnur leiðrétting

Sæll steinar ég er líííka búinn að leiðrétta myndaalbúmið.Þú verður að afsaka en ég var í áfalli eftir festurnar.Kv ; Finnbogi

26.01.2012 12:21

Leiðrétting

Sæll Steinar Már ég er búinn að leiðrétta bloggið frá því í gær Kv; Finnbogi

25.01.2012 15:34

GRF-ekki alveg Slitvindastaðaskarð

Sælir félagar. Enn og aftur komumst við upp í fjall. Ég, Svavar Ása, Þórður Magnússon, Steinar Ása ,Steinar Már Ragnarsson og Hemmi Gísla sleðuðumst í dag. Súper færi, gott veður. Komum niður þegar snjókoman var rétt að birja.Set inn nokkrar myndir á eftir. Kv:Finnbogi

23.01.2012 17:49

GRF-Mýrarhyrna

Við fórum 3 félagar upp í fjall í dag. Ég Svavar Ása og Þórður Magnússon. Við fórum í gegn um Egilsskarð suður fyrir Helgrindur, út fyrir Kaldnasann yfir að Skerðingstaðafjalli og upp á fremsta topp Mýrarhyrnu. Flott færi og gott veður. Ég set inn nokkrar myndir á eftir. Kv:Finnbogi

22.01.2012 12:37

Helgarveðrið

Veður var gott þessa helgina ,en skýað yfir fjallgarðinum. Ekki er ég ennþá búinn að hreifa sleðann. En á morgun ef verður bjart eftir hádegi skoða ég málið. Kv:Finnbogi

20.01.2012 12:14

Góðar veðurhorfur

Góð veðurspá um helgina. Sælir félagar eigum við ekki að spá í sleðaferð-ir ef veður og birta leifir. Ég fer að minnsta kosti upp í fjall strax eftir hádegi. Kv:Finnbogi

14.01.2012 16:33

2 T olÍa

Er með til sölu 2 T olÍu frá Motul í 4 L brúsum . Brúsinn kostar 7240 Kr. Kv: Finnbogi

07.01.2012 19:38

Klakkur-Helgrindur

Við fórum nokkrir félagarnir inneftir að Klakkinum mót Kolgrafarfirðinum. Skeltum okkur upp geilina austaní Klakkinum en komumst ekki upp úr henni efst í honum sökum algers snjóleysis . Við færðum okkur þá nær Eyði og fórum upp mjög bratta brekkuna á stall alveg uppundir efsta klett  Austast á Klakkinum. Fjallshlíðin var svo brött að skýðin voru mestallan tímann á lofti, maður hallaði sér bara fram og stírði með beltinu. Ekki komumst við á hásléttuna á Klakkinum þessa leiðina því að það hallar niður af klettinum sitthvorumegin. Þá dimdi yfir með hrímþoku og snjerum við þá heym. Á heimleyðinni sáum við að birti fyrir ofan Gráborg og skeltum við okkur þar upp. Við fórum upp úr Edhamraskálinni alla leið upp undir Helgrindur , þaðan yfir að Helgrindarbrekkunni upp hana og ætluðum niður að sunnanverðunni , austur að Egilsskarði gegn um það og heym. En er við horfðum niður að sunnanverðunni sáum við hrímþokuna þar, hættum við þá leið og fórum sömu leið til baka. Ég tók 5 myndir ekki of góðar en set þær samt inn á eftir. Kv: Finnbogi

06.01.2012 20:41

Hraðtúr-skreppitúr

Ég ásamt nokkrum öðrum skrapp upp í fjall í gær í smátíma. Gaf mér lítinn tíma í myndatökur,en set inn 3 myndir á eftir. Kv:Finnbogi

03.01.2012 19:54

GRF-Vatnaleið

Við fórum 7 saman upp úr GRF á sleðum og yfir á Vatnaleið í dag. 5 úr GRF og 2 úr RVK. Flott veður og gott færi yfir á Vatnaleið en bakaleiðin gekk á með éljum og snjóblindu en þá höfðum við förin. Set inn nokkrar myndir á eftir.Kv Finnbogi

01.01.2012 16:15

Níársferð

Ég og Svavar Ása tókum níárið með stæl og skeltum okkur í firstu sleðaferðina á níu ári. Við fórum upp úr GRF í gegn um Egilsskarð og vestur að Helgrindarbrekkunni að sunnanverðunni. Við skeltum okkur upp brekkuna og horfðum á Grundarfjörð þaðan. Við létum þetta gott heita og snjerum við heimleiðis. Ég tók nokkrar myndir og set þær inn á eftir. Kv:Finnbogi.

  • 1


Flettingar í dag: 132
Gestir í dag: 116
Flettingar í gær: 130
Gestir í gær: 110
Samtals flettingar: 340986
Samtals gestir: 78797
Tölur uppfærðar: 24.10.2021 14:31:03

Nafn:

Finnbogi Elíasson

Farsími:

8606968

Afmælisdagur:

021260

Heimilisfang:

Grundarfirði

Heimasími:

4386861

Um:

Mer þykir gaman að ferðast á sleða á hálendi Íslands

Tenglar