Vélsleðaklúbbur Grundarfjarðar


Færslur: 2011 Desember

31.12.2011 13:32

Áramót

Sælir félagar. Veturinn birjaði óvenju snemma í ár, allavega miðað við marga síðustu vetra. Ég er búinn að fara tvisar sinnum á Hvítahnjúk. Ekki skeð svona snemma í marga vetur. Snjóalög eru góð á nesinu, og ég vona að við sjáumst fljótt á níárinu aftur. Gleðilegt nítt ár og takk fyrir gamla árið. Kv; Finnbogi.

23.12.2011 17:00

Snjóalög ofan GRF

Það snjóar og spáir meiri snjó. Ef veður og birta leifir stefni ég á sleðaferð á Jóladag eða annan í Jólum. Lagt af stað frá GRF strax eftir hádegi með nóg af bensíni á sleðanum, og jafnvel smá nesti. Það er fært allavega að Slitvindastaðaskarði , og kanski alveg að Vatnaleið. Eða maður kíkir á Egilsskarð ef að það er fært. Kv: Finnbogi

22.12.2011 16:55

GRF- Hvítihnjúkur

Ég skrapp upp fyrir GRF á sleðanum í dag. Við skíðaliftu mætti ég nokkrum strákum á sleðum , og einn af þeim kom með mér það var hann Steinar Már frá Kverná. Það var gott færi og skigni upp að Lísuskarði og í gegn um það. Er við komum upp á hásléttuna ofan við Hvítahnjúk skall á okkur snjóblinda ,en við keirðum alveg að Hvítahnjúki. Við létum það gott heita og snjerum heim. Ég hafði af að taka eina mind af Steinari og sleðunum siðst ískarðinu. Ég set myndina inn á eftir. Kv: Finnbogi

17.12.2011 15:33

GRF-Lísuskarð

Það varð ekkert af Jökulhálsferðinni sökum dimmviðris. En kl 13 birti til fyrir ofan GRF í suðurátt. Ég sá til tveggja sleðamanna fyrir ofan Skjólsteina og brendi af stað á eftir þeim. Fyrir ofan Gráborg mætti ég þeim. Þetta voru Rúnar Ragnarsson og Aron Ottó Kristinsson. Þeir voru á niðurleið sökum bensínleysis. Ég hélt áfram og komst alveg að Lísuskarði að vestanverðunni. Snjóalög eru ennþá rír en ég lenti bara í grjóti efst fyrir ofan Sigurðarborgina en ég spólaði ekki í því heldur keirði rólega yfir það. En lengra fór ég ekki en Lísuskarð vegna stórgrítis neðst í Skarðinu. Ég kom heim um kl: 14-30 og skömmu seinna var komin snjóblinda yfir Skarðinu. Kv: Finnbogi

16.12.2011 17:27

Sleðaferð

Ef verður bjart á morgun þá skrepp ég á Jökulhálsinn og helst á Jökulinn. Alli og Atli úr STH eru bókaðir með. Lagt verður af stað úr GRF eftir kl 12-30. Kv: Finnbogi

12.12.2011 17:26

Motul olíur

Dekk og smur verkstæðið STH er með Motul tvígengisolíu sem er viðurkend á alla tvígengissleða svo sem með pústventlum. Ég fékk einn 4 lítra brúsa eða 1,05 us gallon á 7240 Kr. kv Finnbogi

11.12.2011 17:25

Jökulháls 11-12-11

Við fórum sex félagarnir á Jökulhálsinn í dag. Ég , Jonni Gísla, Svavar Ása, Steinar Ása, Þorsteinn Már og Steinar Már Ragnarssynir. Kominn Ágætis snjór efst undir jöklinum, en vantar meiri snjó neðar til að losna við grjótnart. Hefði mátt vera bjartari yfir en samt skemtum við okkur ágætlega. Ég tók örfáar myndir sem ég set inn á eftir. Kv: Finnbogi

10.12.2011 16:40

Snjókönnun 10-12-11

Sælir félagar, ég skrapp á sleðanum upp fyrir GRF . Ég komst að Sigurðarborginni , en ekki lengra sökum snjóleisis . Það hefur ekkert bætt í snjó þarna uppi síðan fyrir viku., en snjórinn er þéttari og betri. Ég tók nokkrar myndir og set þær inn á eftir. Ef verður bjart á morgun þá fer ég á Jökulhálsinn , þar er nægur snjór því að það hefur snjóað miklu meira utan við Fróðárheiðina og á Jökulinn. Kv: Finnbogi

04.12.2011 15:32

Snjókönnun

Rétt fyrir hádegi skrapp ég upp fyrir Gráborg á sleðanum , yfir Kvernáána og að Skjólsteinum. Ég lagði ekki í brekkuna  þar fyrir ofan enda síndist mér vanta meyri snjó í hana . Eftir hádegið skrapp ég á Jökulhálsinn . Ég tók sleðann af við vegagerðarhúsið enda hefði ég ekki farið lengra á bílnum sökum ófærðar. Það hefur snjóað ekki smá mikið síðasta sólarhring ofan við Ólafsvík. Ég fór aðeins lengra en við félagarnir í gær , eða aðeins lengra upp fyrir fjallið Hróa . Mest allan tímann á sleðanum upp eftir stóð ég til að sjá hvert ég stefndi og reindi að halda mig inn á veginum eða þar sem ég hélt að hann væri. Ég reindi ekki við brekkuna frá í gær, því þá væri ég líklega enn að moka sleðann upp. Kv: Finnbogi

04.12.2011 10:48

Sleðaferð á Jökulinn

Ansi er gott veður núna. Ef það hangir svona yfir hádegi þá bruna ég á Snæfellsjökulinn strax eftir mat. Kv: Finnbogi

03.12.2011 15:05

Jökulháls 3-12-11

Við fórum þrír félagarnir, ég Ketilbjörn og Jonni Gísla upp á Jökulháls í dag. Við tókum sleðana af við hesthúsin og brunuðum upp hálsinn. Það er skemst frá því að segja að það er kominn nægur snjór á veginn. En við vorum rétt komnir upp fyrir stíflu þegar það skall á dimm él, og snjérum við þá fljótlega við. Við vildum að prófa eina brekku og ég fór fyrst og gekk vel næstur kom Jonni og hann fór förin mín og flaug upp en Ketilbjörn kom síðastur og hikaði aðeins og fór örlítið til vinstri og kom þar af leiðandi á ská í snjóvegg sem að var efst uppi í brekkunni. Sleðinn fór að halla og endaði á hliðinni og Ketilbjörn við hliðina á honum. Maðurinn ómeiddur og sleðinn óskemdur svo að við héldum heim á leið glaðir í bragði. Set inn örfáar myndir kv;Finnbogi

03.12.2011 10:59

Snjóskoðunarferð

Í gærkveldi leist mér ekki of vel á spána. En núna er bara nokkuð bjart, og ég ætla að kíkja á Jökulhálsinn. Kv: FInnbogi
  • 1


Flettingar í dag: 201
Gestir í dag: 118
Flettingar í gær: 130
Gestir í gær: 110
Samtals flettingar: 341055
Samtals gestir: 78799
Tölur uppfærðar: 24.10.2021 16:05:25

Nafn:

Finnbogi Elíasson

Farsími:

8606968

Afmælisdagur:

021260

Heimilisfang:

Grundarfirði

Heimasími:

4386861

Um:

Mer þykir gaman að ferðast á sleða á hálendi Íslands

Tenglar