Vélsleðaklúbbur Grundarfjarðar


Færslur: 2011 Apríl

20.04.2011 20:03

Egilsskarð

Við skruppum þrír félagarnir suður fyrir fjallgarðinn, í gegn um Egilsskarð. Ég Svavar Ása og Gústi litli. Færið var alt annað en fyrir tveimur dögum, sem ég átti svo sem von á , en það var verra en ég gat ímyndað mér. Það var komin hörð skán sem að sleðarnir brutu sjaldan niður , en þó skárra að sunnanverðunni sérstaklega í lægðum og dölum. Annað slagið misti maður þá í smá spól, en sluppum við áföll. Set fljótlega inn nokkrar myndir. kv: finnbogi

19.04.2011 21:32

Vídeó

Ég setti 2 bleik vídeó inn. kv: finnbogi

18.04.2011 22:39

Femenísk vídeó

Ég hætti við að setja inn vídeóin , vegna þess að þau voru svo bleik á litinn.Ég er enginn feministi frekar karlremba. kv: finnbogi

18.04.2011 21:05

Egilsskarð sleðar

Við fórum 6 félagar á sleðum upp úr GRF í dag. Ég, Þórður Magnússon, Hemmi Gísla, Svavar Ása, Ketilbjörn og Kjartan hjá R og Á. Við fórum yfir Egilsskarð , suður yfir langleiðina að Helgrindarbrekkunni en snjerum við þegar fór að snjóa á okkur og dimmdi yfir. Á bakaleyðinni skeltum við okkur í  kvosina undir Eldhömrunum og gjörsamlega rústuðum brekkunni. Ég set fljótlega inn myndir og vídeó. Kv, finnbogi

03.04.2011 10:40

Snæfellsjökull 2/4. 2011

Við fórum 6 félagar úr GRF á jökulinn í gær. 'Eg Jonni Gísla, Siggi Sigurbergs, Ketilbjörn, Svavar 'Asa og Hrannar Óskars. Veður var gott, sól  og bjart að mestu. Færið var frábært. Við fórum má seigja á toppinn, eða alveg undir, við lægri hnjúkinn, en það var dimm þoka  yfir toppinum og ég var ekki viss um hvor kletturinn þetta væri sem að birtist mér , þar með vissi ég ekki hvort ég ætti að velja vinstri eða hægra megin við hann. Ég tók engan séns og stoppaði undir honum og við allir . við biðum smástund eftir því að létti til en leiddist biðin eftir smástund og fórum niður. Við djöfluðumst í öllum nothæfum brekkum og höfðum gaman af. 'Eg set fljótlega inn myndir  kv: Finnbogi
  • 1


Flettingar í dag: 252
Gestir í dag: 118
Flettingar í gær: 130
Gestir í gær: 110
Samtals flettingar: 341106
Samtals gestir: 78799
Tölur uppfærðar: 24.10.2021 17:07:10

Nafn:

Finnbogi Elíasson

Farsími:

8606968

Afmælisdagur:

021260

Heimilisfang:

Grundarfirði

Heimasími:

4386861

Um:

Mer þykir gaman að ferðast á sleða á hálendi Íslands

Tenglar