Vélsleðaklúbbur Grundarfjarðar


Færslur: 2011 Mars

29.03.2011 11:04

Svarfaðardalur 26-27/3 11

Sælir félagar. Ég fór ásamt fjórum Hólmurum í sleðaferð norður í land, nánar tiltekið Svarfaðardalinn við Dalvík. Þeir sem komu úr hólminum heita Alli, Atli, Hafþór og Sævar Saurabræður. Að norðan komu Hlyni, Triggvi(brói) Einar Dan og tveir aðrir sem ég man því miður ekki nöfnin á . Laugardagurinn var frábær sól mestallan daginn nema í síðasta hluta ferðarinnar þann daginn að dró aðeins fyrir sólu Að vísu varð ég eitthvað slappur í seinni hlutanum , sleðaveikur. Ég þakka Hlyna bónda fyrir gistinguna . Ég set myndir fljótlega inn . kv: Finnbogi

12.03.2011 16:08

Snæfellsjökull 12/3 2011

Við fórum fimm félagar á jökulinn í morgun. Sól hægviðri og 6 stiga frost í GRF. Jökulinn sjálfur var færið þannig frekar þéttur snjór en á blettum harðfenni og einhverskonar svell. Við pössuðum okkur á því að halda mátulegri ferð yfir þá. Á Sandfellinu og í kring var ágætisfæri en sumstaðar svellblettir. Við skemtum okkur vel og fengum smáútrás , held ég allir. Ég er ennþá sáttur við Pollann. Ég set nokkrar myndir inn á síðuna á eftir. Kv : Finnbogi

10.03.2011 23:57

Sleðaferð

Ef verður bjart og gott veður á Laugardag var Ketilbjörn að tala um að fara kl 10 um morguninn , þannig að  verum  hressir  og í sambandi ef verður.  Notum símana. kv Finnbogi

09.03.2011 17:28

Snæfellsjökull

Sælir félagar, og aðrir. Ég stóðst ekki mátið í glaða sól og skelti mér á jökulinn. Færið var mjög gott upp á jökulinn, og hálfa leið á Fróðárheyði , en ég lagði ekki í brekkuna Fróðármegin við Tindfellið . Það var mjög góður snjór á Jöklinum og á Sandfellinu , og í kringum það. Ég skelti mér í átt að Fróðárheyði að norðanverðunni . Þar var að mestu leyti ágætisfæri en á blettum frekar hart , nema brekkan við Tindfellið var ísilögð , þannig að ég lagði ekki í hana , enda finst mér sleðinn minn ekki nógu vel negldur.Mér sínist vera gott færi frá Fróðárheyði að helgryndum.Ég tók nokkrar myndir í ferðinni og ætla að setja þær í mindaalbúm fljótlega takk fyrir Finnbogi.
  • 1


Flettingar í dag: 173
Gestir í dag: 117
Flettingar í gær: 130
Gestir í gær: 110
Samtals flettingar: 341027
Samtals gestir: 78798
Tölur uppfærðar: 24.10.2021 15:34:37

Nafn:

Finnbogi Elíasson

Farsími:

8606968

Afmælisdagur:

021260

Heimilisfang:

Grundarfirði

Heimasími:

4386861

Um:

Mer þykir gaman að ferðast á sleða á hálendi Íslands

Tenglar