Vélsleðaklúbbur Grundarfjarðar


Færslur: 2011 Febrúar

19.02.2011 16:50

Ótitlað

Ég gleimdi að segja frá því að það eru komnar nokkrar myndir úr jökulferðinni.kv: finnbogi

19.02.2011 16:38

Snæfellsjökull

Ég var búinn að slá af sleðaferð,þegar að síminn hringdi ,það var Steinar Ása. Hann dró mig með sér og Ketilbirni á jökulinn. Víð toppuðum jökulinn,ég í firsta sinn í vetur. Sleðinn virkaði vel , að vísu frekar þétt færi.Ég stóðst ekki mátið og fór einn í þokkalega brekku, toppaði hana og komst heill frá henni. kv: finnbogi

19.02.2011 11:19

Í dag

Ég skrapp upp að skýðaliftu, að kanna snjóinn . Hann er harður, sem að þíðir engin kæling á meyðana. Þannig að ég hreifi ekki sleðann. Ég hitti Guðna Guðna niðrí vigtarskúr , sem að sagði mér að hann og Siggi Sigurbergs hefðu farið í Kinnarfjöll fyrir nokkrum dögum. Kinnarfjöll eru við Húnaflóann, milli Grenivíkur og Húsavík. Mikill snjór og mikið púður,gott veður , svaka gaman. Ferðin gekk vel ,nema hjá gædinum sem að bræddi úr sleðanum efst í góðri brekku og hann og sleðinn fóru öfugir til baka niður brekkuna. Hann slapp ómeiddur úr þessu, en sleðinn skemdist eittthvað á niðurleyðinni fyrir utan vélaskemd. Ég talaði við vin minn hann Alla í STH í gær, sem að sagði mér að fyrirhuguð sleðaferð á Dalvík væri dagsett síðustuhelgina í Mars. Kerlingafjallamótið er dagsett firstu helgina í Mars. Ég hugsa aðeins til hennar , en ætla að sjá veðurhorfur vikuna fyrir hana og snjóalög. kv: finnbogi

18.02.2011 21:55

Morgundagurinn

Ef það verður bjart í firramálið kl: 10. Þá ætla ég að kíkja á það hvernig mér lítist á að sleðast upp á Gráborg. Það er svo sem hægt að rúlla yfir nokkra metra af grasi til að komast í meyri snjó.

07.02.2011 21:48

Einn á ferð

Það rofaði skyndilega til eftir hádegi í dag . Ég brunaði upp í fjall á sleðanum , í gegn um Egilsskarð suður fyrir Helgrindur . Ég kíkti á Helgrindarskarð og hafði hugsað mér að fara niður að norðanverðunni  mér leist ekki á það , nokkrir steinar stóðu upp úr í brekkunni. Ég hélt áfram í átt að Fróðarheyði, en snjeri við áður því að vinnan kallaði.Það eru komnar myndir  í albúmið. kv: finnbogi.

06.02.2011 21:56

Bjartviðri

Ef það verður bjart á hádegi á morgun , og rólegt í vinnunni , þá ætla ég í gegn um Egilsskarð og sunnanmegin  að Helgrindarbrekkunni. Líklega fer ég niður hana norðanmegin fylgi fjallgarðinum austur og niður í Eldhamraskálina. Áætluð brottför kl: 12/ 45.kv finnbogi

06.02.2011 10:30

Ætluð sleðaferð

Ég leit út rétt fyrir  kl 10 í morgun og líst ekki á birtuna . Gott veður , 0 gr hiti en snjóblinda. Ef að rofar til í dag skreppur maður kanski eitthvað stutt. kv : finnbogi

05.02.2011 22:31

Skreppitúr

Ég er búinn að setja 4 myndir úr ferðinni í dag inn í albúm kv finnbogi

05.02.2011 18:21

Sleðaferð 5/2. 2011

Það birti til í dag kl16. Ég Þórður Magg, Hemmi Gísla og tveir ungir strákar sem ég vissi ekki nafnið á fórum upp í fjall. Við fórum Kvernármegin við Hafliðagil að litla gilinu,. Ég fór einn í gegn um það og upp úr því á flugi . Ekki komu félagarnir eftir mér svo að ég snéri við , og gáði að þeim . Þórður hafði fest sleðann þegar hann ætlaði af stað. Þegar við höfðum losað hann, hringdi síminn hjá Hemma , það var konan að heimta hann heym. Við snérum við og fórum heim.Þannig að Egilsskarð er fært suður fyrir fjallgarð. Á morgun strax eftir hádegi ætla ég og Þórður í gegn um Egilsskarð yfir á Fróðarheyði og áfram á Jökulinn. Ef veður og birta verður góð á morgun þá stendur þetta. Allir velkomnir með. kv : Finnbogi.

03.02.2011 18:58

Sleðaferð

Nú verður tekið á trukkinum á næstu helgi . Á Laugardag spáir minkandi éljum og gæti orðið nokkuð bjart þegar líður á hann. Ég er að hugsa um að skreppa upp fyrir Grundarfjörð að kanna færið. En á Sunnudag er ég að hugsa um að skynsamlegast sé að stefna á Jökulháls ,með jökulinn í huga. Ef svo ólíklega vildi til að ég komist í gegnum Egilsskarð á Laugardag, suður fyrir fjallgarð. Þá ætla ég þá leiðina á Sunnudag. kv: finnbogi.
  • 1


Flettingar í dag: 226
Gestir í dag: 118
Flettingar í gær: 130
Gestir í gær: 110
Samtals flettingar: 341080
Samtals gestir: 78799
Tölur uppfærðar: 24.10.2021 16:35:35

Nafn:

Finnbogi Elíasson

Farsími:

8606968

Afmælisdagur:

021260

Heimilisfang:

Grundarfirði

Heimasími:

4386861

Um:

Mer þykir gaman að ferðast á sleða á hálendi Íslands

Tenglar