Vélsleðaklúbbur Grundarfjarðar


Færslur: 2011 Janúar

28.01.2011 18:00

Sleðaferðir

Ég hitti Alla vin minn í STH í dag. Við fórum að tala um sleðaferð í vetur. Hann sagði mér frá ætlaðri ferð í Svarfarðardal , líklega um miðjan Apríl. En hann er rétt hjá Dalvík. Hlyni frændi hans á frekar stóran bústað þar.Það væri meyningin að sleðast fyrir ofan Dalvík, yfir Lágheyði í Tröllaskagann. Þá eru Fljótin, Ólafsfjörður. Héðinsfjörður og Siglufjörður innan seylingar.Ég nefndi það að einhverjir í GRF væru til í að koma með.Alla fanst ekkert mæla gegn því , en ég á eftir að blogga um þetta þegar nær dregur.  kv: Finnbogi.

18.01.2011 20:36

Trukkurinn testaður

Það stóð næstum því í mér hádegismaturinn í dag.Ég sá út um stofugluggann þar sem ég glápti út um gluggann , rétt áður en ég ætlaði að fara að borða,í tvær þústir upp í Díadal.Ég skóflaði upp í mig matinn og brunaði af stað á sleðanum. Upp á Gráborg mætti ég tveimur mönnum. Það voru Hemmi Gísla og Stjáni krani. Eftir smá spjall hélt ég áfram , og keyrði eftir förum þeirra . First fór ég Kvernármegin við Haflyðagil upp að Egilsskarði. För þeirra enduðu undir síðustu brekkunni að litla gylinu . Ég fór upp þá brekku og nartaði örlýtið í grjót . Það var eins og mig grunaði, að það vantar aðeins meiri snjó í það. Þá snjeri ég við ,og fór í hina áttina, yfir Kvernáána upp í Díadal ,niður fyrir Digramúla, yfir Grundará en stoppaði þar sem för þeyrra enduðu.Mér leist ekki á framhaldið frekar en þeim og sneri heym  kv: finnbogi

16.01.2011 20:43

Snjókoma

Það er kominn eynhver snjór,og spáin er góð á morgun (snjókoma.Skítt með rigningarspá á Miðvikudag , því að það á að kólna aftur eftir þá lægð.Spái sæmilegum snjóavetri á nesinu.kv;Finnbogi
  • 1


Flettingar í dag: 132
Gestir í dag: 116
Flettingar í gær: 130
Gestir í gær: 110
Samtals flettingar: 340986
Samtals gestir: 78797
Tölur uppfærðar: 24.10.2021 14:31:03

Nafn:

Finnbogi Elíasson

Farsími:

8606968

Afmælisdagur:

021260

Heimilisfang:

Grundarfirði

Heimasími:

4386861

Um:

Mer þykir gaman að ferðast á sleða á hálendi Íslands

Tenglar