Vélsleðaklúbbur Grundarfjarðar


21.02.2021 14:51

Snjóléttur vetur

Sælir félagar. Þessi vetur stefnir hraðbyri að því að vera lélegasti sleðavetur í 20 ár. Fyrir 20 árum það er veturinn 2.000. til 2001. var varla hægt að seija að væri snjór á láglendi á öllu landinu. Og hálendið var ekki nothæft fyrir harðfenni þar sem maður komst í snjó. Stundum byrjaði að snjóa en endaði í rigningu og svo kom frost sama sem harðfenni. Í lok vetrar um Páskaleitið bauð Lexi frá Ólafsfirði og Árni Helgason sleðamönnum að koma og vera með í ferð upp á Tröllaskaga upp frá Ólafsfirði. Þá var enginn snjór á skýðasvæði þeirra fyrr en hátt upp í hlýðinni. Við tókum sleðana af rétt utan við bæinn við mynni Dals sem ég man ekki nafnið á. Þar komumst við í snjóræmur upp Dalinn meðfram á sem rann niður Dalinn. Er ofar kom jókst snjómagnið og upp í fjallgarðinum var nægur snjór þó sumstaðar væri hann frekar þéttur.Við fórum upp í Ólafsfirði yfir í Héðinsfjörð og yfir að Siglufirði þar sem við sáum niður í Bæinn en enginn snjór neðan við miðjar hlíðar. Hér í Grundarfirði komst ég ekki í nothæfan sleðasnjó fyrr en Snæfellsjökull fór að míkjast í hita og sólbráð að vori. Ég man ekki hvað voru margir sem mættu í þessa ferð en þetta var dágóður hópur af öllu landinu. Vonandi gefur Mars okkur sleðamönnum nothæfan snjó þó ekki væri nema upp á Heyðum eða Jöklinum. kv:FinnbogiFlettingar í dag: 132
Gestir í dag: 116
Flettingar í gær: 130
Gestir í gær: 110
Samtals flettingar: 340986
Samtals gestir: 78797
Tölur uppfærðar: 24.10.2021 14:31:03

Nafn:

Finnbogi Elíasson

Farsími:

8606968

Afmælisdagur:

021260

Heimilisfang:

Grundarfirði

Heimasími:

4386861

Um:

Mer þykir gaman að ferðast á sleða á hálendi Íslands

Tenglar