Vélsleðaklúbbur Grundarfjarðar


Færslur: 2020 Janúar

27.01.2020 18:07

Sleðast í Helgrindum.

Sælir félagar. Við vorum 8 sem fórum upp í fjall í dag. 'Agætisfæri en á blettum hart og sumstaðar grunt í harða snjóinn. Ben stútaði drifreiminni í einni brekkunni,en var að sjálfsögðu með varareim. Hlynur velti 1000.kettinum en sleðinn skemdist lítið og hann kláraði ferðina heim. Tók 20 myndir og set þær inn á eftir. kv:Finnbogi.

12.01.2020 15:36

Skroppið upp á fjall

Sælir félagar. Við vorum 3 sem fórum upp í fjall á sleðum. Fórum fyrst upp að Hafliðagili og komumst yfir það á snjóbrú 15 m neðar en við erum vanir að fara yfir það. Lögðum ekki í Egilsskarð vegna svellbletta,en komumst upp á Mosahnúk.Fórum síðan niður og yfir Kvernáána í Arnardal,yfir Grundarána neðst við Hróksdalinn,gegn um Lýsuskarð og upp að Hvítahnúk. Létum það gott heita í þetta sinn og snjerum heim á leið. Ég tók nokkrar myndir og set þær inn á eftir.kv:Finnbogi. 

09.01.2020 13:57

Gráborg

Skrapp upp á Gráborg á vélsleðanum í gær. Veðrið og birtan buðu ekki upp á meira,en þetta er alt að koma. kv:Finnbogi.

  • 1


Flettingar í dag: 201
Gestir í dag: 118
Flettingar í gær: 130
Gestir í gær: 110
Samtals flettingar: 341055
Samtals gestir: 78799
Tölur uppfærðar: 24.10.2021 16:05:25

Nafn:

Finnbogi Elíasson

Farsími:

8606968

Afmælisdagur:

021260

Heimilisfang:

Grundarfirði

Heimasími:

4386861

Um:

Mer þykir gaman að ferðast á sleða á hálendi Íslands

Tenglar