Vélsleðaklúbbur Grundarfjarðar


Færslur: 2017 Apríl

17.04.2017 13:22

Steingrímsfjarðarheiði 16/4.17.

Sælir félagar. Við vorum bara 2 sem fórum á Heiðina,ég og Hemmi.Birtan var góð til að birja með en svo lentum við í smá snjóblindu en það birti fljótlega aftur og var bongóblíða og blár himinn yfir Drangajökli og allstaðar í kring um hann nema af honum niður í Hrafnsfjörð var skýjabakki. Færið var sléttur snjór frekar þéttur og stundum dálítið ósléttur en altaf kæling. En súper birta og snjór á Jöklinum og þar í kring og niður í Reykjafjörð. Skemtileg ferð og núna hef ég nokkra hugmind um aðstæður þarna.GPS er auðvitað algjört möst .Ég tók 22 myndir og set þær inn á eftir.kv:Finnbogi

13.04.2017 15:33

Steingrímsfjarðarheiði

Sælir félagar.Ég og nokkrir félagar úr GRF stefnum á sleðum á Sunnudag (Páskadag) á Steingrímsfjarðarheiðina . Förum af stað frekar snemma og tökum sleðana af fyrir hádegi á Heiðinni. Við ákveðum þar hvert við stefnum eftir veðri ,og komum heim að kveldi. Og þá er bara að biðja veðurguðina um bláan himinn. kv:Finnbogi

09.04.2017 18:59

Fróðárheiði 9/4.17.

Sælir félagar. Í dag fór ég með 3 sunnanmönnum upp á Heiðina og ætluðum við í Helgrindurnar. Við tókum af á Heiðinni og komumstí gegn um Korraskarð en þar byrjuðu vandræðin er einn okkar misti sleðann í veltu út af svelli. Við létum einn okkar sem var á best búna sleðanum fyrir svell,það er best nelgdi sleðinn að keira upp og niður brekkuna upp úr lægðinni og brekkuna austan við Korraskarð til að rífa upp svellið svo að allir kæmust upp og til baka. Það gekk upp eftir nokkrar ferðir að ná í gegn um svellskánina þannig að allir komust heilir til baka. Sunnanmennirnir hétu Gunnar,Hákon og Bói. Það er vel fært í Grindurnar frá Heiðinni ef ekki hlánar mikið en þó verður sólin að bræða og míkja harðfennið. kv:Finnbogi

  • 1


Flettingar í dag: 132
Gestir í dag: 116
Flettingar í gær: 130
Gestir í gær: 110
Samtals flettingar: 340986
Samtals gestir: 78797
Tölur uppfærðar: 24.10.2021 14:31:03

Nafn:

Finnbogi Elíasson

Farsími:

8606968

Afmælisdagur:

021260

Heimilisfang:

Grundarfirði

Heimasími:

4386861

Um:

Mer þykir gaman að ferðast á sleða á hálendi Íslands

Tenglar