Vélsleðaklúbbur Grundarfjarðar


Færslur: 2016 Janúar

30.01.2016 15:39

Sunnudagur

Sælir félagar.Mjér finst vera kominn tími á að fara í Ljósufjöllin. Á morgun ef veður og birta leifir ættum við að hittast við Samkaup ekki seinna en kl 13. Ég skrifa á morgun á fésið fyrir hádegi ef útlit er gott. kv:Finnbogi

18.01.2016 08:37

Sleðaferð 17/1.16.

Sælir félagar. Í gær vorum við 9 sem fórum upp í fjall. Fyrstu ca 300 hæðarmetrana var léleg kæling,en svo lagaðist það með meiri hæð. Við tókum hring um Grindurnar,fórum í Arnardalsskarð ,við fórum upp fyrir Hrókinn og í fyrsta sinn þaðan niður að Lýsuskarði. Eftir smá pælingar héldum við áfram gegn um  Skarðið og upp á Hvítahnjúk.Eftir þetta snjerum við heim á leið.kv:Finnbogi

16.01.2016 21:03

Morgundagurinn

Sælir félagar.Við ætlum nokkrir félagar að skreppa upp í fjall á morgun og athuga færið ef verður bjart.Ég hef velt því aðeins fyrir mjér hvort við eigum að stefna í eina ferð á Strandir í vetur og gista eina nótt á hótel Djúpavík. kv:Finnbogi

15.01.2016 09:35

Helgrindur 14/1.16.

Sælir félagar. Í gær fórum við 3 upp í fjall. Það voru Ég,Andri Otto og Sigurgeir á Nýa sleðanum sem hann á með föður sínum. Það var  frekar hart og óslétt sunnan megin við Grindurnar, en  norðan megin var fínt færi. Skemtileg ferð.kv:Finnbogi

06.01.2016 22:05

Helgrindur-Arnardalsskarð

Sælir félagar. Í gær fórum við 3 upp í fjall á sleðum. Það voru ég ,Siggi og Hemmi. Við fórum í firsta sinn ofan í gíginn við Rauðkúlu á sleðum. Svo skeltum við okkur í firsta sinn í vetur upp í Arnardalsskarð. Flott veður,en færið er farið að vera blásið og harðara sunnanmegin við Grindurnar,en gott norðan megin. Ég tók nokkrar myndir og set þær inn á eftir.kv:Finnbogi

03.01.2016 18:00

Helgrindur. 3/1. 16.

Sælir félagar,Ég gleimdi að telja en held að við höfum verið allavega 11 sem fórum upp í fjall í dag. Við fórum í gegn um Egilsskarð suður fyrir Grindurnar vestur að Helgrindarbrekkunni sunnan megin, í gegn um skarðið niður norðanmegin og til baka austur í Egilsskarð og niður. Siðan fórum við yfir Kvernáána og alla leið að Slitvindaskarði sem okkur síndist vera rírt af snjó. Frábær dagur.kv: Finnbogi.

02.01.2016 16:48

Hvítihnjúkur 2/1. 16.

Sælir félagar. Við vorum 11 sem fórum upp í fjall í dag. Það voru Ég,Addi,Svavar,Kári,Elí,Ben,Guðni,Siggi,Rúnar,Ásgeir Þór og Hemmi.Birtan var góð og ekki góð (él) en ágætissnjór.Við enduðum á því að fara í gegn um litla gilið í Egilsskarð og það er nægur snjór þar en dimm él svo við létum þetta gott heita og fórum heim.Við sjáum til á morgun,og skreppum upp ef birta leifir og veður.kv:Finnbogi

01.01.2016 20:03

Morgundagur

Sælir félagar. Fyrst er víst best að nefna að það hefur fjölgað í klúbbnum okkar um  2. Það er Ragnar Smári Guðmundsson og Heimir Þór  Ásgeirsson, og eru þeir með sitthvorn Polarisinn. Við bjóðum þá að sjálfsögðu velkomna í klúbbinn okkar. En  að öðru , ef veður leifir langar mig á morgun  að skreppa uppfyrir Gráborg  og athuga hvort sé fært yfir Kvernáána og Grundarána og kanski lengra. Eða hvort sé fært í Egilsskarð yfir Hafliðagil eða litla gilið ofar. Þegar birtir á morgun kemur það í ljós, og þá slæ ég á þráðinn hjá þeim sem ég held að sjéu heima. Ég veit ekki  en kanski er hægt að athuga með Eldhamraskálina ef væri kominn nægur snjór?.kv:Finnbogi

  • 1


Flettingar í dag: 151
Gestir í dag: 116
Flettingar í gær: 130
Gestir í gær: 110
Samtals flettingar: 341005
Samtals gestir: 78797
Tölur uppfærðar: 24.10.2021 15:03:45

Nafn:

Finnbogi Elíasson

Farsími:

8606968

Afmælisdagur:

021260

Heimilisfang:

Grundarfirði

Heimasími:

4386861

Um:

Mer þykir gaman að ferðast á sleða á hálendi Íslands

Tenglar