Vélsleðaklúbbur Grundarfjarðar


Færslur: 2012 Mars

31.03.2012 20:43

Snæfellsjökull

Sælir félagar. Á morgun ef birtir til stefni ég og fleiri á jökulinn. Ef birtir snemma til verður farið úr GRF kl:10, annars seinna. Vöknum snemma og kíkjum til veðurs. kv; Finnbogi

24.03.2012 16:29

Kerlingaskarð vestur-austur

Sælir félagar. Alli félagi minn í STH hringdi í mig rétt eftir kl 9 í morgun og sagði mjér að hann , nokkrir aðrir úr STH og nokkrir sunnanmenn væru að fara núna upp á Kerlingaskarð á sleðum. Ég dreif mig af stað á skarðið. Við birjuðum á því að fara vestur að Slitvindastaðaskarði sem var orðið mjög snjólétt efst . Við böðluðumst nokkrir yfir grjótið og í fjallið vestan megin en snjerum við þegar vantaði nokkra. Skammt austan við skarðið beið sleðinn hans Atla og vildi ekki hrökkva í gang, og sleðinn hans Böðvars var úrbræddur. Eftir góða stund hafðist sleðinn hans Atla í gang en ég tók Böðvars sleða í tog.yfir á Kerlingaskarð. Þar skildum við sleðann hans Böðvars eftir, en héldum austureftir í Ljósufjöll. Fórum fyrst að sunnanverðunni , að fjallinu Hesti tókum snúning suður en fórum svo norður fyrir fjöllin og heim. Færið var bara gott og bjart veður , smá gola í fjallaskörðum. Tók nokkrar myndir , set þær inn á eftir. kv: Finnbogi

17.03.2012 20:19

Pólarisferð í Ljósufjöll

Sælir félagar. Við vorum um 30 menn sem fórum frá Kerlingaskarði norður undir Ljósufjöll og áfram að fjallinu Hesti. Við fórum 6 úr GRF. Ég, Guðni Guðna, Siggi Sigurbergs, Steinar Már, Rúnar Ragnarsson og Andri Ottó Kristinsson. Það var að mestu bjart þá leiðina. Þegar við komum til baka á Kerlingaskarð var frekar dimmt á okkur , og við fórum þrír heim til GRF. Eftir smá kaffiþamb og dútl sá ég að það var orðið mjög bjart yfir fjallgarðinum, svo að ég skelti mér aftur upp í fjall fyrir ofan GRF . Er ég kom í Slitvindastaðaskarð fann ég Pólarisfélagana sem voru á leið til baka á Kerlingaskarð eftir að hafa snúið við aðeins vestar . Ég fór með þeim alla leið á Vatnaleið , en þar skildi leiðir og ég snjéri við heim á leið sökum bensínskorts. Ég  tók 36 myndir úr þessum tveimur ferðum mínum. Set þær inn á eftir kv: Finnbogi

15.03.2012 20:52

Pólarisklúbburinn

Sælir félagar. Á morgun stefnir Pólarisklúbbur RVK í ferð á Ljósufjöll. Gædinn verður Kristján Auðunsson úr STH. Sleðamenn á öðrum sleðategundum eru velkomnir, enda eins  gott þegar að Foringinn (Stjáni) er ekki á Pólaris. Kvöldferð verður annað kvöld frá Kerlingarskarði eftir kl: 20. Á laugardag er stefnt  á ferð frá sama upphafsstað á fjallgarðinn eftir kl: 10 um morguninn. Ég er sjálvur óákveðinn með kvöldferðina en ef að Laugardagurinn gefur gott veður verð ég fyrsturá staðinn. kv:Finnbogi

04.03.2012 17:56

Kerlingaskarð

Sælir félagar. Við fórum 6 á Kerlingaskarð á sleðum. Það var frekar blint á köflum en bjart á milli. Þeir sem fóru voru ég,Siggi Sigurbergs,Guðni Guðna,Hemmi Gísla,Ketilbjörn og Svavar Ása. Við náðum ekki í Ljósufjöll sökum blindu, en snjerum við vestur af Álftafirði norðanmegin í fjallgarðinum, eftir að Guðni fór af slóð minni og ætlaði að stitta sér leið yfir snjóbrú eftir okkur. Snjóbrúin gaf sig og sleðinn kastaði honum af baki . Hvorki sleðinn eða Guðni biðu tjón af atvikinu, en er við vorum búnir að moka og draga sleðann upp var  komin snjókoma og snjerum við þá við. Tók nokkrar myndir í ferðinni set þær inn á eftir.kv:Finnbogi

03.03.2012 16:15

Sunnudagurinn

Sælir félagar. Á morgun ef veður leifir langar mig í sleðaferð, annaðhvort á Jökulhálsinn eða á Kerlingarskarð og yfir í Ljósufjöllin. Ef einhverjum líst á veðrið og vill koma með hefur hann bara samband við mig helst fyrir hádegi. kv:Finnbogi

03.03.2012 15:32

Sælir félagar. Hann Alli vinur minn í STH er aðalmaðurinn í fyrirhugaðri ferð á Strandirnar næstu helgi. Það skýrist betur ferðatilhögunin er lengra líður á næstu viku. Ég fer í ferðina ef veðurhorfur verða góðar. En þetta er ekki éina ferðin sem er áætluð á Strandirnar því að Hemmi Gísla er aðalmaðurinn þangað síðustu helgina í mars, eða um mánaðarmótin. Ég bóka mig líka í hana. Með þá ferðatilhögun skýrist er lengra líður á mánuðinn. kv:Finnbogi
  • 1


Flettingar í dag: 173
Gestir í dag: 117
Flettingar í gær: 130
Gestir í gær: 110
Samtals flettingar: 341027
Samtals gestir: 78798
Tölur uppfærðar: 24.10.2021 15:34:37

Nafn:

Finnbogi Elíasson

Farsími:

8606968

Afmælisdagur:

021260

Heimilisfang:

Grundarfirði

Heimasími:

4386861

Um:

Mer þykir gaman að ferðast á sleða á hálendi Íslands

Tenglar