Vélsleðaklúbbur Grundarfjarðar


12.06.2019 15:05

Vestfjarðarúntur 11/6.19

Sælir félagar.Ég fór einn í mínu fríi á hjólinu til Stykkishólms og með Baldri yfir fjörðinn. Frá Brjánslæk fór ég yfir Kleyfaheiði niður í Patreksfjörð , fór fyrst til vinstri í átt að Rauðasandi en snjeri við þegar malbikið endaði. Á þeirri leið rakst ég á flakið af elsta stálskipi Íslands sem var smíðað í Noregi árið 1912. og sett þarna á land 1981. Að sjálfsögðu tók ég myndir af því. Stálplöturnar í skrokknum eru hnoðaðar saman eins og ég hef séð á elstu olíutönkum í byrgðastöðvum olíufélaganna. Síðan lá leiðin til Patró þar sem ég hitti Triggva starfsmann ODR og ræddi við hann smástund . Þaðan fór ég yfir Mikladal til Tálknafjarðar og tók rúnt inn aðalgötuna til baka með viðkomu á höfninni. Svo hélt ég áfram för minni yfir Hálfdán til Bíldudals grænu bauna. Þaðan fór ég yfir á Dynjandisheyði  og niður á Flókalund. Frá Lundinum ók ég til Búðardal,upp Bröttubrekku,niður til Borgarnes og heim til GRF. Ók samt 536.km. Tók eitthvað af landslagsmyndum og set þær inn á eftir. kv:FinnbogiFlettingar í dag: 15
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 68
Gestir í gær: 10
Samtals flettingar: 254132
Samtals gestir: 53977
Tölur uppfærðar: 25.1.2020 17:23:52

Nafn:

Finnbogi Elíasson

Farsími:

8606968

Afmælisdagur:

021260

Heimilisfang:

Grundarfirði

Heimasími:

4386861

Um:

Mer þykir gaman að ferðast á sleða á hálendi Íslands

Tenglar